Víghóll
Víghóll er félag íbúa í Mosfellsdal. Tilgangur félagsins er að standa vörð um sameiginleg hagsmunamál íbúa í Mosfellsdal. Allir sem hafa lögheimili í Mosfellsdal hafa heimild til að ganga í félagið.
Í fyrsta tölublaði Dalalæðunnar sem kom út í janúar 1987 stendur eftirfarandi:
Stofnfundur var haldinn þann 15. nóvember 1986 og mættu þar 40-50 manns. Kosin var stjórn á fundinum og skipa hana þau Guðrún Karlsdóttir, Fróði Jóhannsson og Bjarki Bjarnason. Stjórnarfundur var síðan haldinn þann 27. nóvember og skiptu menn með sér verkum þannig að Bjarki er formaður, Fróði ritari og Guðrún gjaldkeri. Stjórnin hefur ákveðið að gefa fólki kost á því að gerast stofnfélagar á þorrablótinu sívinsæla og geta þeir sem áhuga á því að gerast félagar skráð nöfn sín í bók á staðnum. Á stofnfundinum í haust var talað um það að gefa félaginu nafn á þorrablótinu núna í vetur.
Stofnfundur var haldinn þann 15. nóvember 1986 og mættu þar 40-50 manns. Kosin var stjórn á fundinum og skipa hana þau Guðrún Karlsdóttir, Fróði Jóhannsson og Bjarki Bjarnason. Stjórnarfundur var síðan haldinn þann 27. nóvember og skiptu menn með sér verkum þannig að Bjarki er formaður, Fróði ritari og Guðrún gjaldkeri. Stjórnin hefur ákveðið að gefa fólki kost á því að gerast stofnfélagar á þorrablótinu sívinsæla og geta þeir sem áhuga á því að gerast félagar skráð nöfn sín í bók á staðnum. Á stofnfundinum í haust var talað um það að gefa félaginu nafn á þorrablótinu núna í vetur.