Stjórnarfundur
Mosfellsdalur, 30. ágúst 2020
Fundargerð stjórnar Víghóls
Mættir: Rakel, Ólafía, Ólafur, Guðný og Guðmundur Hreinsson.
Nokkrir íbúar dalsins hafa sett upp “Mílu hóp” til að skoða nánar atriði varðandi lagningu ljósleiðar. Stjórn Víghóls hefur óskað eftir að fulltrúi úr hópnum komi að málum ásamt stjórn. Guðmundur Hreinsson tekur það að sér.
Þann 20. ágúst var send beiðni til Mílu um fund vegna framkvæmdar á lagningu ljósleiðara í Mosfellsdal og útskýringar á mismundandi kostnaði meðal íbúa vegna verksins. Forsvarsmaður Mílu brást vel við og ákveðið var að hafa zoom fund þann 27. ágúst. Stuttu áður en fyrirhugaður fundur átti að hefjast kom boð um að fulltrúar Mosfellsbæjar sitji með á fundinum og var því ákveðið að fresta honum til 2. sept.
Næstu skref :
- Senda út fundarboð á Zoom til fulltrúa Mílu, Jóhönnu, framkvæmdarstjóra umhverfissviðs og Þóru, lögmann Mosfellsbæjar sem hafa óskað eftir að sitja með á fundinum.
- Útbúa spurningar, annarsvegar til Mílu og hinsvegar til Mosfellsbæjar varðandi framkvæmd og kostnað.
- Boða til íbúafundar á fimmtudag 3. september nk.
- Athuga hvort hægt sé að fá aðstöðu til íbúafundar í Reykjadal.
Fundi slitið.
Eftirfarandi kom fram í pósti frá Mílu þann 21. ágúst í svarpósti um beiðni um fund:
- Í samning um lagningu ljósleiðara milli Mílu og Mosfellsbæjar er skilgreint hvaða heimili/staðföng á að tengja og tilgreinir þá upphæð sem Mílu er heimilt að innheimta í stofngjald hjá notendum.
- Verkefnið er niðurgreitt af Mosfellsbæ sem síðan fær styrk frá Ríkinu í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt.
- Ástæða niðurgreiðslu frá Ríkinu er að stofnkostnaður er það hár að mánaðarleg gjöld réttlæta ekki fjárfestinguna og lagning ljósleiðara verður tæplega á markaðslegum forsendum. Því má segja að framlag til verkefnisins koma frá notanda, Ríkinu, Mosfellsbæ og Mílu.
- Samkvæmt útboðslýsingu sem Efla vann fyrir Mosfellsbæ voru skilgreind 21 staðfang í dreifbýli Mosfellsbæjar (ekki öll í Mosfellsdal) sem væru styrkhæf, þ.e. njóta stuðnings frá Ríkinu. Síðar bættist eitt staðfang við.
- Til viðbótar skuldbatt Míla sig til að leggja í 11 staðföng í Mosfellsdal, sem ekki voru styrkhæf, innan samnings gegn greiðslu stofngjalds.
- Samningur Mílu við sveitarfélagið hljóðaði því upp á tengingu 33 staðfanga í dreifbýli Mosfellsbæjar (og ekki öll í Mosfellsdal).
- Mosfellsbær með stuðningi Ísland ljóstengt verkefnisins leggur því til hluta stofnkostnaðar í þessar tengingar. Skilyrði útboðsins er að endanotandi í þessum 33 staðföngum greiði að hámarki 100þ án vsk í stofngjald.
- Við hjá Mílu gerum okkur vel grein fyrir að það eru fjölmörg hús/heimili sem ekki eru á lista Mosfellsbæjar og njóta því ekki stuðnings og eru í raun fyrir utan verkefnið. Samkvæmt gögnum Mílu er meirihluti heimila í Mosfellsdal fyrir utan verkefnið. Við höfum bent á að þetta muni vekja upp spurningar hjá íbúum.
- Til að koma til móts við þau heimili/staðföng sem ekki eru skilgreind í samningi (og ekki hluti þess verkefnis) höfum við gert sett upp valkost um tengingu gegn greiðslu hærra stofngjalds (fyrir heimili sem njóta ekki opinbers stuðnings - sveitarfélags/ríkis).
- Flest þessi staðföng eiga kost á tengingu gegn greiðslu stofngjald upp á 300þ án vsk. Nokkur staðföng er dýrari og við þurfum að kostnaðarmeta þau sérstaklega.
- Víða eigum við einnig rör og strengi í jörðu sem við munum nýta við verkefnið.
- Við reynum að plægja niður rör og strengi þar sem því verður við komið en nærri húsum og lögnum annarra þarf að grafa skurði.