Stjórnarfundur - 3. fundur
30. maí 2018
Mættir: Signý, Halldór, Jóhanna, Jóhannes og Rakel
Fundur hefst kl 20:00
• Haft hefur verið samband við stjórn vegna brennustæðis en ekki hefur verið hreinsað þar eftir síðasta „varðeld“ Óska þarf eftir sjalfboðaliðum í það verkefni sem fyrst og finna framtíðarskipulag með hreinsunarteymi í samstarfi við þá sem setja upp brennuna.
Setjum inn tilkynningu á Fésbókarsíðu íbúa í Mosfellsdal.
• Auglýsa eftir áhugaverðu efni á heimasíðuna, einnig að fyrirtæki geti sent inn klausu um sína starfsemi. Búið er að kaupa hýsingu hjá 1984. Fer í loftið 17. Júní.
• Vegamálin:
1. Erindi um að setja heilar veglínur til að koma í veg fyrir framúrakstur er komið í ferli hjá vegagerðinni.
2. Óska eftir fundi með formanni skipulagsnefndar Varðandi göngustíg, er hann löglegur, er hægt að hafa hann annarstaðar, er til í framtíðarskipulagi teikning af stíg ínní hverfi? Er eitthvað til fyrirstöðu að færa hlið upp að Grænuborg?
3. Heyra í vegamálanefnd hvort ástæða sé til þess að óska eftir nýjum mælingum, hraða, fjölda bifreiða og hávaða.
• Vegamálanefnd bíður enn eftir fundi með samgöngumálaráðherra.
• Halldór skrifaði flotta grein í Mosfelling sem gott væri að fylgja eftir. Hugmynd um að óska eftir að bæjarráð komi og heimsæki okkur hér í dalnum í september. Útfærum það í sumar.
• Mosfellsbær er búinn að samþykkja að fjármagna og setja upp myndavélar, byrjað verður á uppsetningu í Krikahverfi og Leirvogstungu á næstu dögum eða vikum þar sem búið er að fara yfir og samþykkja staðsetningar á vélunum.
Helgafell og Dalurinn þurfa að vaða í að finna út úr bestu staðsetningu með Óskari og Ólafi hjá bænum svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir þar líka.
Það verður byrjað á því að setja upp vélarnar og þær geyma allar upplýsingar sjálfar en svo verður settur upp miðlægur gagnagrunnur á besta mögulega stað í bænum.
Þurfum að hafa samband við Ólaf skipulagsfulltrúa sem fyrst til að finna staðsetningu á myndavélum. Jói og Dóri fara í það.
Ólafur Skipulagsstjóri olafurm@mos.is og Óskar deildarstjóri er með ogs@mos.is
• Búið er að senda inn upplysingar um styrkveitingu á ljósleiðara til Mosfellsbæjar, Arnar, forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar er búinn að sækja um styrkinn. Þurfum að senda mail á hann og athuga með framgang mála.
• Eitthvað hefur hrunið úr kanti Suðurá, Jói hringir í Þorstein hjá bænum.
• Næsti áætlaði fundur er í ágústlok. Verkefni sem þarf að huga að í sumar eru myndavélamálin, heimasíðan og undirbúningur á kynningarheimsókn bæjarstarfsmanna.
Fundi slitið kl:21.30