Stjórnarfundur
Mosfellsdalur, 26. maí 2020
Fundargerð stjórnar Víghóls
Mættir: Guðbergur, Guðný, Halldór, Ólafur, Ólafía og Rakel.
Farið var yfir stöðu og helstu verkefni stjórnar síðustu misseri.
Þingvallavegur.
Allir eru sammála að halda áfram að kynna hugmyndir um nýjan Þingvallaveg og leiðir til að koma því í framkvæmd. Halldór og Ólafur ætla að halda utan um verkefnið sem nánar verður tekið fyrir á septemberfundi stjórnar.
Göngustígar innan hverfa.
Þann 7. apríl sátu Guðbergur, Rakel og Ólafía fjarfund með Jóhönnu, framkvæmdarstjóra umhverfissviðs, Tómasi og Kristni þar sem hugmyndir um göngustíga innan hverfis í Mosfellsdal voru kynntar. Í kjölfarið var sent inn erindi til bæjarráðs þann 15. apríl sem fékk málsnúmer 202004176 og var tekið fyrir þann 30. Apríl og samþykkt þar að vísa erindi til umsagnar framkvæmdarstjóra umhverfissviðs.
Göngustígur við Þingvallaveg.
Framkvæmdir hafa verið við göngustíg á a.m.k. 2 stöðum í Dalnum í vetur og er enn ófrágengið sem veldur því að þeir sem eru að nota stíginn þurfa að fara út á veginn til að komast hjá og hafa kvartanir borist frá íbúum vegna þessa.
Nú eru hjólreiðamenn í auknu mæli farnir á kreik og þar sem framúrakstur er bannaður í Dalnum getur þetta valdið töluverðri hættu en það virðist þó sem þeir fæstir séu að nýta sér hjólreiðastíginn. Hámarkshraði í Dalnum er 70 km.
Þess utan stenst göngu-og hjólreiðastígurinn ekki reglugerðir þar sem hann er of nálægt veginum og of lágur.
Deiliskipulag
Hver er stefna bæjarins í skipulagsmálum í dalnum ? Samkvæmt ákvæðum aðalskipulags um stærðir lóða í Mosfellsdal er miðað við að þéttleiki byggðar verði um 1 íbúð per. ha.
Víghóll sendi inn athugasemd vegna deiliskipulags í landi Lundar þar sem þessi ákvæði virðast ekki gilda.
Almenningssamgöngur
Á Víghóll að beita sér fyrir því að fá bættari almenningssamgöngur í dalinn ? Hver er afstaða íbúa ? Ólafía gerir könnun og setur inn á heimasíðuna.
Brunahanar.
Eins og fram hefur komið er staða á brunahönum í Dalnum óásættanleg en ljóst er að ekki verður farið að fjölga þeim fyrr en framkvæmdum á nýrri vatnslögn verður lokið. Senda þarf inn erindi á bæinn þar sem þetta varðar öryggi íbúa.
Öryggismyndavélar.
Þann 10. febrúar 2020 var send fyrirspurn til bæjarins vegna öryggismyndavéla. Hvernig staðan sé á öryggismyndavélum í Mosfellsdal. Hvort búið sé að finna staðsetningu fyrir myndavélar og hvenær farið verði í uppsetningu. Ekkert svar hefur borist og munum við því ítreka fyrirspurn okkar.
Önnur mál.
Á aðalfundi 2020 voru kynntar framkvæmdir vegna ljósleiðara og átti þá eftir að fara í útboð á verkefninu. Hver er staðan nú ? Senda inn fyrirspurn.
Ljósmyndasamkeppni verður hleypt af stokkunum á heimasíðu sem standa mun til 20. ágúst og hvetjum við alla Dalbúa að taka þátt og senda inn myndir á vigholl@mosfellsdalur.is verðlaun verða í boði.
Mosfellsdalur er skilgreindur sem dreifbýli og ætti því þjónusta og gjöld að miðast við það.
Fundi slitið