stjórnarfundur
Mosfellsdalur, 24. september 2019
Mættir: Olla, Dóri, Jói, Beggi og Rakel.
Fram kom á síðasta aðalfundi að eindreginn vilji íbúa er að áfram verði gert ráð fyrir blandaðri landnotkun, íbúðar- og landbúnaðarsvæði með hektaralóðum og að því verði komið á framfæri vegna framkvæmda vegna gerðar nýs deiliskipulags. Samþykkt var að gerðir yrðu undirskriftarlistar þess efnis fyrir íbúa og landeigendur. Undirskriftarlisti þar sem óskað er eftir framkvæmdum á göngustígum innan/milli sem fyrst í dalnum til að auka öryggi vegfaranda og efla samfélagið m.a. var líka gerður og var öllum frjálst að skrifa undir á hann.
Fulltrúar Víghóls voru með undirskriftarlistann á markaðinum við Mosskóga þann 17. ágúst sl. Alls voru 27 sem skrifuðu undir deiliskipulagslistann og 46 á göngustígalistann. Útbúnir voru einnig rafrænir listar sem birtir voru á fésbókarsíðu dalbúa og bættust þar við nokkrar undirskriftir þannig að staðan er nú alls 51 sem hefur skrifað undir deiliskipulagslistann og 79 á göngustígalistann.
Allir sem skráðir eru á póstlista Víghóls fengu sendar upplýsingar og link inn á rafrænu listana. Auk þess var sent í skilaboðum til þeirra sem ekki voru á póstlista upplýsingar og linkur.
Nokkrir íbúar hafa ekki fengið upplýsingar, og ætlar Beggi að heimsækja þá á næstu dögum. Þá ætti að vera tryggt að allir íbúar hafi fengið upplýsingar um þessa undirskriftarlista. Útbúnir verða listar varðandi göngustígana fyrir helgina sem verður dreift á nokkra fjölmenna staði bæði í dalnum og í Mosfellsbæ. Íbúar eru hvattir til að koma Göngustígaundirskriftarlista til ættingja vina og velunnara dalsins.
https://is.petitions.net/mosfellsdalur_viljayfirlysing_a_aframhaldandi_blandari_bygg_vegna_gerar_nys_
deiliskipulags?fbclid=IwAR3jq_2MXjcwG2OIkyp72irgPNz2HkmMEgZJPlPgXEijGdhV7UlUhHSDHhA
https://www.petitions.net/gongustigar_i_mosfellsdal?fbclid=IwAR35tGpfAIPMJa7KG22of8BbKR8wtqgNGzskxqkd-DG66YQhTs5I3RaCeL0
Erindi okkar sem sent var á bæjarráð þann 26. Apríl sl. Efni: ljósleiðari í Mosfellsdal, var ekki að okkur vitandi tekið fyrir sem slíkt í bæjarráði en málefnið var tekið fyrir á fundi 23.05. 2019 og var niðurstaða sú að samþykkt var að heimila umhverfissviði að undirrrita samkomulag við fjarskiptasjóð og hefja undirbúning útboðs haustið 2019 til samræmis við efni fyrirliggjandi minnisblaðs. Skv. svari frá formanni bæjarráðs. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir en samkvæmt grein í Mosfelling kemur fram að tengingu allra heimila í þéttbýli Mosfellsbæjar við ljósleiðarann er lokið. Senda þarf fyrirspurn til umhverfissviðs og krefjast þess að allir í dalnum fái ljósleiðara sem allra fyrst. Dalbúar eiga ekki alltaf að þurfa að mæta afgang í þessu sveitarfélagi.
Einhver óvissa virðist vera hvaða lögreglu umdæmi 271 tilheyri en óstaðfestar heimildir benda til að við tilheyrum suðurlandsumdæmi þ.e.a.s. Selfoss. Þessu þarf að fá úr skorið og munum við senda fyrirspurn á ríkislögregluembættið um hvaða lögreglu umdæmi við ( 271 ) tilheyrum og hvernig lögreglumálum er háttað í Mosfellsbæ
Senda þarf ítrekun á slökkvilið vegna brunahana. En þeim er nokkuð ábótavant hér í dalnum.
Senda fyrirspurn á framkvæmdarstjóra umhverfissviðs varðandi stöðu á uppsetningu öryggismyndavéla í Mosfellsbæ.
Minnisblað samkomulag Uppsetning öryggismyndavéla í Mosfellsbæ
Mosfellsdalur.is verður birt uppfærð nú í vikunni en Olla hefur tekið að sér hlutverk vefstjóra. Ýmislegt nýtt og skemmtilegt verður á döfinni.
Áhugasömum íbúum sem vilja koma með okkur í hugmyndavinnu eða eru með upplýsingar, skoðun eða góðar hugmyndir eru beðnir um að senda okkur póst á vigholl@mosfellsdalur.is
Fundi slitið.