Íbúafundur
Mosfellsdalur, 24. júlí 2018
Í kjölfar umferðarslyss í Mosfellsdalnum laugardaginn 21. Júlí þar sem einn beið bana óskuðu íbúar eftir íbúafundi. Íbúar eru ósáttir með seinagang yfirvalda og vilja fá aðgerðir til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og auka öryggi íbúa og vegfarenda. Ákveðið var því að boða til opins íbúafundar og senda fundarboð til eftirfarandi aðila: Samgönguráðherra, Samgönguráðuneyti, Bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Framkvæmdarstjóra umhverfissviðs, skipulagsfulltrúa,formann bæjarráðs, formenn flokka í bæjarstjórn, Vegagerðina, Fíb, fjölmiðla auk íbúa í Mosfellsdal.
Fyrir svörum voru: Jónas Snæbjörnsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, Haraldur Sverrisson Bæjarstjóri, Jóhanna Björg Hansen Framkvæmdarstjóri Umhverfissviðs og Guðbergur Guðbergsson formaður Íbúasamtakanna Víghóls í Mosfellsdal.
Auk þeirra mættu fjölmargir íbúar Mosfellsdal og frá Mosfellsbæ mætti Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi, auk annarra starfsmanna bæjarins. Ánægjulegt var að sjá að fulltrúar frá öllum flokkum mættu sem eru í bæjarstjórn. Fjölmiðlar sáu sér líka fært að mæta og erum við þakklát fyrir áhuga þeirra.
Samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson hafði ekki tök á að koma en sendi okkur vefpóst, þar sem hann biður fyrir kveðjur til fundarins, og segir að ráðuneytið verði upplýst að hálfu vegagerðarinnar um þeirra möguleika á bráða aðgerðum og að eftir sumarfrí verði tækifæri til að funda með stjórn Víghóls og höfum við þegið það boð.
Á dagskrá var Þingvallavegurinn og fundarstjóri var Birta Jóhannesdóttir.
Guðbergur setur fundinn og með þeim orðum að við séum hér komin til að bæta umferðaröryggi hér í dalnum og hvað sé hægt að gera. Við höfum m.a. lagt til að heilar línur verði settar til að banna framúrakstur, þéttbýlishlið verði sett upp beggja vegna dalsins og hraðamyndavélum verði komi fyrir.
Haraldur lýsir yfir samstöðu og samhug í dalnum og tekur fram að um sé að ræða þríþætt verkefni þ.e.a.s. 1. Bráðabirgðaaðgerðir 2. Deiliskipulagsvinna og 3. Nýr vegur á Þingvöll. Hann tekur fram að sent var skriflegt erindi til Vegagerðar í mai að þar sem lagt er til að heil lína verði sett, línur í vegköntum þar sem stöðvun bíla er bönnuð, setja upp afmörkun á báðum endum dalsins. Og nú hefur Vegagerðin brugðist við þessu.
Í verkefni nr 2 sem er deiliskipulagsvinna, breikkun vegarins og að minnsta kosti 2 hringtorg er þvíþættur tilgangur, annars vegar að fækka afleggjurum og draga úr umferðarhraða. Einnig er þar inni að setja undirgöng uppi við Laxnes. Þetta hefur tekið allt lengri tíma en á var kosið en Haraldur segir að aðstæður séu erfiðar og skiptar skoðanir hafa komið upp. Nú verður deiliskipulagið auglýst núna á laugardaginn nk. Haraldur tekur einnig fram að Bærinn og Vegagerð hafi átt fund fyrir um 10 dögum síðan og þar hafi komið fram að ekki séu eyrnamerktir peningar í verkefnið. Því er því óvíst hvenær hafist verður handa. Haraldur er búinn að óska eftir fundi með Samgönguráðherra vegna þessa. Verkefni 3. Er meiri framtíðar og er að gera nýjan veg á Þingvöll. Haraldur segir að sent hafi verið erindi til samgönguráðuneytis fyrir um ári síðan en fengið þau svör að þetta væri ekki á 10. Ára plani. Hafa rætt hraðamyndavélar við Vegagerð en ekki verið vel tekið í það en hann vill engu að síður ræða það áfram og brýnir fyrir öllum að halda vel utan um þetta mál.
Jónas tekur vel undir allt sem Haraldur hefur verið að segja með að verkefnið sé þríþætt. Að framúrakstur verði ekki leyfður, þvervegir eru margir og umferð hefur aukist. Farið verður í að gera heila línu strax á næstu dögum, fer eftir veðri. Kantlínur verði svo málaðar í framhaldi fyrir haustið. Jónas er sammála því að setja upp þéttbýlishlið, það er mikil umferð, afleggjarar eru hættulegir og mikilsvirði að geta fækkað þeim og setja sameiginlega framtíðarsýn og vinna í deiliskipulagi. Umferðaröryggisráð sér um að ráðstafa hraðamyndavélum, kostnaður við þær er mikill og fer það eftir endurskoðun á vegáætlun sem verður gerð í haust sem annars vegar tekur til 5 ára og hins vegar til 15 ára. Hvað varðar hringtorgin er ekki víst hvenær farið verður í þau en öryggisaðgerðir eru fjárveitingar sem hefur verið lagt í hringtorg sem ekki eru innan rammana. Mörg verkefni eru á biðlista Vegagerðarinnar.
Spurningar úr sal voru á þessa leið: Er ekki ástæða til að lækka hámarkshraða ? Skoða að setja 50 km hámarkshraða milli hringtorga ? Er ekki hæft að lækka hámarkshraða á þessum 3. km í gegnum dalinn ? . Annar íbúi tekur undir þau sjónarmið og segir mikið öryggi í því og að það liggi í loftinu akkurat núna þegar ekki eru komin hringtorg. Jónas svarar því að hraðatakmarkanir séu unnar í samráði við lögreglu.
Haraldur svarar því að hann skilur okkar sjónarmið og það hlýtur að vera hægt að færa rök fyrir því og skoða það með Vegagerðinni.
Spurt er hvort ekki gæti komið einu og einu hringtorgi með öryggisaðgerðum? Og svarar Jónas því að það sé möguleiki.
Íbúi nefnir að mikil hætta sé að ganga eftir göngustígnum og forðist hún það, Annar íbúi styður það og nefnir að umræddur göngustígur sé í rétt rúmlega meters fjarlægð og aðeins standi til að flytja hann í um 3ja metra fjarlægð sem sé ekki mikil bæting á öryggi. Hann nefnir einnig að fyrirsláttur sé að ekki sé hægt að setja upp hraðamyndavél vegna mikils kostnaðar og bendir á að hraðamyndavélar séu m.a. milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur þar sem mun minni umferð fer um. Einn íbúi spyr hvort ekki hafi verið til umræðu að færa göngustíginn inn í hverfin, núverandi göngustígur er alltof nálægt og samkvæmt nýju deiliskipulagi stenst sá göngustígur ekki skoðun þar sem hann liggur neðar miðað við veg. Jóhanna nefnir að það sé góð hugmynd sem bærinn vill skoða.
Íbúi spyr út í muninn á biðskyldu og stöðvunarskildu, eru a.m.k 3 afleggjarar sem eru með lítið sýni út á Þingvallaveg en biðskilda er á afleggjurunum. Annar spyr hver sjái um skilti við afleggjara og Haraldur svarar því að Vegagerðin sjái um Þingvallaveg og bærinn um afleggjarana.
Spurt er hvort þéttbýlishlið komi núna í sumar og Jónas svarar að ekki sé hægt að lofa því, þau kosti einhverjar milljónir.
Fleiri spurningar koma úr sal eins og : Er hægt að setja upp skilti sem sýnir að það sé afleggjari framundan, Hver gerir hvað og eru einhver skilti sem bærinn sér um og Vegagerðin hins vegar? Hver á það hlutverk að setja upp plan fyrir túrista og P-merki ? Strætóskýlin eru mörg hver alltof nálægt afleggjurum og byrgja sýn, er möguleiki á að færa skýlin lengra frá afleggjurum ? Og annar íbúi spyr hvað þarf til að þetta sé forgangsatriði, tala nú ekki um hve mörg slys og hversu mikla aukningu bíla þarf eiginlega ? Og er ekki möguleiki á að gera stíg úr Reykjadal inn í hverfinu? Er ekki hægt að setja upp merkt stæði fyrir ferðamenn þar sem þeir geta stöðvað og tekið sínar myndir ? Ferðamenn eru alltof oft búnir að leggja bílum sínum fyrir afleggjara. Og fleiri spurningar koma eins og sumir afleggjararnir eru orðnir gróðursælir, eru reglur um hvað eigi að vera gróðurlaust fram að vegi og Jónas svarar því Vegagerð vilji hafa 10.m frá öxl . Annar íbúi segir að hann hafi lent í sömu aðstæðu og var um sl. helgi en blessunarlega var það ekki banaslys og lagði þá til að hraðamyndavélar yrðu settar upp en alltaf var borið við of miklum kostaði sem var þá langt yfir það sem nú er um talað. Hann leggur til að settar verði upp hraðamyndavélar beggja megin í dalnum og taka margir undir það eins og að hafa lent í svipuðum aðstæðum. Þrátt fyrir hörmulegt slys er enginn lögreglubíll síðan þá búinn að vera sjáanlegur.
Nýr Þingvallavegur myndi borga sig upp á 5. árum með vegtollum og myndi létta vel á Þingvallavegi í gegn um dalinn. Og tryggja betur öryggi allra ferðamanna sem leið eiga á Þingvöll. Nóg Pláss á heiðinni fyrir breiðan veg, þyrfti að skoða með tilliti til merkra minja hvar hann ætti að liggja. Jónas segir að það myndi vera snjómokstursvegur, hafa skoðað þetta gróflega og er gerlegt en nýja veginn þarf að skoða samkvæmt friðun ofl.
Úr salnum heyrist líka: við erum of oft að fara í framkvæmdir þegar slys eiga sér stað, fjármagnið hér er í engu samræmi við álagið og það er pólitísk ábyrgð, þingmenn þurfa að vinna saman til að ná fjármunum í verkefnið og vinna að öryggismálum.
Íbúi kemur með ábendingu til Vegagerðar og bæjar, við erum vön að svona mál veltist um í kerfinu og við bregðumst við strax ef ekkert gerist gerum við þetta sjálf, við erum með tilbúna málningu og það er þurrt á föstudaginn.
Jónas telur að megi nefna 60 km. hraðaákvörðun en hún er unnin í samráði við lögreglu, Vegagerðin hefur verið að vinna í því hvar það er sem túristinn er að stoppa og hefur gert töluvert af stoppustöðum en lögreglan kemur mikið inn í þetta. Flott að hér væru merkingar. Stöðvunarskyldumerki á afleggjurum tilheyra bænum og það þarf að skoða þetta með strætóskýlin. Veghelgunarstæðið er 30 m. Frá miðlínu og 15 m á Mosfellsheiði.
Haraldur segir að þetta séu góðir punktar sem hafa komið fram, ef strætóskýli skyggir á þarf að skoða það og góð spurning um hvort stansskilti eigi að vera á öllum afleggjurum en huga þarf að því og gróðri sem er farinn að skyggja á. Hvað varðar gönguleið er allveg sjálfsagt að skoða það ef það bætir samfélagið.
Fundi slitið 21:30.