Stjórnarfundur - 4. fundur
22. júlí 2018 kl 20:00
• Mættir: Dóri, Signý, Jóhanna, Beggi, Jói og Rakel. Auk þeirra voru boðuð: Gísli Jóhannsson og Helena Jónsdóttir
• Boðað var til skyndifundar í kjölfar banaslyss sem varð á Þingvallaveginum í gær, laugardaginn 21. Júlí en mikill urgur er í íbúum vegna þess og hafa íbúar óskað eftir íbúafundi til að ræða hvað við getum gert til að bregðast við og fá framkvæmdir til að auka öryggi íbúa og annarra vegfarenda um dalinn okkar. Og viljum við bregðast við þeirri beiðni og erum sammála því að bregðast þurfi við strax.
• Niðurstaðan er semsagt að haldinn verði íbúafundur á þriðjudag nk. kl 20:00 Við Suðurá, en Júlí og Þröstur vilja gjarnan lána okkur aðstöðu sína.
• Dagskrá: Þingvallavegur.
• Krafa okkar er að hraðamyndavélar verði settar upp, bein lína til að koma í veg fyrir framúrakstur, skilti sett upp inn og út úr dalnum sem segja til um að hér sé íbúabyggð, betri merkingar af afleggjurum. Gular línur við strætóskilti, P merki við Ása og Mosfellskirkju, (skiltum/merkingum er ábótavant hér í dalnum)
• Við munum senda frá okkur samþykkta ályktun í kjölfar fundar sem ma verður send á fjölmiðla.
Boðum tam á fundinn: fulltrúa frá bænum, Bæjarstjóra, vegagerð, samgönguráðherra, fulltrúa frá FIB, og fleiri.
• Beggi er tekur að sér að fara í viðtöl við fjölmiðla og Rakel tekur að sér að senda fundarboð og yfirlýsingar. Dóri gerir staðlað fundarboð.
• Við munum einnig boða fjölmiðla á fundinn.
• Rakel setur inn fundarboð á fésbókarsíðuna Íbúar í Mosfellsdal.
Fundarboðið sem sent var:
Fundarboð
Í kjölfar umferðarslyss í Mosfellsdalnum á laugardaginn þar sem einn beið bana hafa íbúar óskað eftir íbúafundi og mun stjórn Víghóls verða við þeirri beiðni.
Opinn íbúafundur verður því haldinn á morgun,
þriðjudag, 24. júní kl 20.00 við Suðurá í Mosfellsdal.
Aðeins eitt mál er á dagskrá: Öryggi Þingvallavegarins – það sem hægt er að gera strax og það sem má gera seinna.
Margar spurningar liggja á íbúum en þó aðallega hvað skuli til bragðs taka til að slíkur atburður endurtaki sig ekki. Þ.a.m. er umræða um hraðamyndavélar og beina línu í dalnum til að koma í veg fyrir framúrakstur. Einnig er merkingum/skiltum ábótavant ofl.
Boð hafa verið send á Samgönguráðherra, samgönguráðuneyti, Bæjarstjóra Mosfellsbæjar, framkvæmdarstjóra umhverfissviðs í Mosfellsbæ auk fleiri starfsmanna bæjarins, Vegagerðina, formenn allra flokka í Mosfellsbæ, FIB, fjölmiðla auk allra íbúa í Mosfellsdal
Við erum meðvituð um að fyrirvarinn er stuttur en gott væri að fá staðfestingu sem fyrst.
Bestu kveðjur og von um gott samstarf,
Stjórn Víghóls, íbúasamtakanna í Mosfellsdal.
Fundi slitið 21:30