aðalfundur víghóls
Mosfellsdalur, 22. febrúar 2018 kl 20:00
Dagskrá :
1. Ársskýrsla stjórnar.
2. Reikningar liðins starfsárs lagðir fram.
3. Kosning stjórna og endurskoðanda.
4. Lagabreytingar.
5. Önnur mál.
1. Ársskýrsla stjórnar.
Stjórnin kom að ýmsum málum á þessu starfsári, erum að vinna í bættri nettengingu og fá ljósleiðara í húsin eins og verið er að gera um allt land.
Vegamál: samkomulag var gert við Mosfellsbæ og kirkjunefnd um að færa til baka hringtorg 1. í Dalnum og verður það á milli Reykjahlíðavegar og Æsustaðavegar eins og samþykkt var á aðalfundi Víghóls 2017.
Stjórnin hefur stutt við bakið á Júlí, Dunu og Finni sem hafa fyrir okkar hönd barist fyrir nýjum Þingvallavegi á gamla vegarstæðinu, til að minnka umferð um Mosfellsbæ. Var búið að funda með samgöngumálaráðherra fyrri ríkisstjórnar og er búið að óska eftir fundi með nýjum samgöngumálaráðherra, Sigurði Inga. Skýrsla Verkís er inni á heimasíðu Mosfellsbæjar.
2. Reikningar liðins starfsárs.
Jóhanna gjaldkeri lagði fram reikninga og voru þeir samþykktir.
3. Kosning stjórnar og endurskoðanda.
Í stjórn voru kosin áfram Guðbergur, Jóhanna og Jóhannes auk þeirra voru kosin Halldór í Melkoti, Signý í Egilsmóa og Rakel í Roðamóa. Svava gaf ekki kost á sér í stjórn þetta árið og þökkum við henni kærlega fyrir samstarfið. 5. Eru kosin í stjórn og einn varamaður.
Eftir mikla kosningabaráttu var Gísli endurkjörinn endurskoðandi.
4. Lagabreytingar.
Engar lagabreytingar voru gerðar þetta árið.
5. Önnur mál.
Rætt var um að sækja styrk vegna kostnaðar þeirra vinnu sem Verkís vann að breyttu vegarstæði og gróflega meta kostnað við lagningu nýs vegar.
Öryggismyndavélar, þörf er á að koma upp öryggismyndavélum og fá Mosfellsbæ í samvinnu við verkefnið. Ástæðan er aukin innbrotstíðni. Samþykkt var á aðalfundi að setja upp myndavélar inn og út úr dalnum.
Rætt var um netsambandið. Það verður farið í að athuga það nánar og hvað sé hægt að gera til að bæta það.
Þarf að fara í að fá upplýsingar um netfang allra Dalbúa svo hægt sé að senda vefpóst til allra. Sendur verður fjölpóstur varðandi það.
Fundi slitið kl:22:00
Hlutverkaskipting stjórnar verður sem hér segir:
Guðbergur Guðbergsson, Formaður
Jóhanna Kjartansdóttir, Gjaldkeri
Rakel Baldursdóttir, Ritari
Jóhannes Þór Hilmarsson, Stjórnarmaður
Halldór Þorgeirsson, Stjórnarmaður
Signý Hafsteinsdóttir, Varamaður