aðalfundur víghóls
Mosfellsdalur, 21. febrúar 2018 kl 20:00
Mættir fh. Stjórnar: Guðbergur, Halldór, Signý og Rakel.
Dagskrá:
1. Ársskýrsla stjórnar
2. Reikningar liðins starfsárs lagðir fram
3. Kosning stjórnar og endurskoðanda
4. Lagabreytingar
5. Önnur mál.
1. Ársskýrsla stjórnar.
Stjórn Víghóls kom að ýmsum málum á árinu 2018.
Fundað var með hverfasamtökum í Mosfellsbæ. Vegna ítrekaðra þjófnaða, um uppsetningu öryggismyndavéla og samþykkti Mosfellsbær að styrkja hverfin til kaupa og uppsetningu og er það í vinnslu.
Unnið var að gerð heimasíðu http://mosfellsdalur.is/ sem fór í loftið þann 17. Júní2018. Nýtt veffang fylgdi með og er það vigholl@mosfellsdalur.is
Í framhaldi af dauðaslysi í dalnum var boðað til Íbúafundar með Vegagerð, Mosfellsbæ, ráðherra og íbúum dalsins þar sem farið var fram á að úrbætur yrðu gerðar strax. Fjölmennt var á fundinum sem haldinn var hjá Júlí og Þresti við Suðurá og þökkum við þeim fyrir. Þó ráðherra hafi ekki séð sér fært að mætamættu fjölmargir úr stjórnsýslunni og einnig höfðu fjölmiðlar áhuga á okkar málum. Skömmu síðar var máluð heil línu á Þingvallaveg til að stöðva framúrakstur og hefur það breytt umferðinni um dalinn til batnaðar. Lofað var einnig þéttbýlishliðum sem enn hefur ekki bólað á, og lofaði Vegagerðin að fara í það nk. sumar.
Ítrekað var óskað eftir fundi samgönguráðherra v/Þingvallavegar og fengum fund með Sigurði Inga í ágústþar sem við kynntum honum þær hugmyndir að byggja nýjan veg frá Geithálsi til Þingvalla samkvæmt minnisblaði Verkísum nýjan Þingvallaveg
sem vegamálanefnd dalsins, Finnur, Duna og Júlí ásamt Víghól létu gera. Ráðherra tók vel í þessa hugmynd en hefur ekki fylgt því eftir að neinu leiti þrátt fyrir fyrirspurnir.
Deiliskipulag Þingvallavegar fór í auglýsingu á árinu og gerð var athugasemd við hæð göngustígs meðfram Þingvallavegi þar sem Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda, FIB, hafði gert athugasamdir við og taldi ekki löglegt.
Okkur barst erindi þar sem fram kemur með samþykktu aðalskipulagi 2013, hafi verið laumað inn eignarnámi í formi hverfisverndar og aldrei verið kynnt landeigendum í Dalnum og er það í kæruferli.
2. Reikningar liðins starfsárs.
Guðbergur lagði fram reikninga sem voru samþykktir.
3. Kosning stjórnar og endurskoðanda.
Í stjórn voru kosin áfram: Guðbergur, Halldór, Signý, Rakel og Jóhannes. Jóhanna gaf ekki kost á sér áfram og var einróma samþykkt að Ólafía í Lækjarnesi kæmi inn í hennar stað. Við þökkum Jóhönnu kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum. Fimm eru
kosin í stjórn og einn varamaður. Gísli var jafnframt endurkjörinn endurskoðandi með miklu lófaklappi.
4. Lagabreytingar.
Engar lagabreytingar voru gerðar þetta árið.
5. Önnur mál.
Hverfisverndin var rædd en Víghóll sendi erindi til bæjarráðs Mosfellsbæjar í ágúst 2018 varðandi það. Erindið var svo tekið fyrir á fundi bæjarráðs 6.september 2018 þar sem þar sem erindinu er vísað til umsagnar Umhverfissviðs. Íbúi hefur einnig
vísað sínu máli til lögmanns og bíðum við niðurstöðu þar til næstu skrefa.
Þar sem nú er verið að fara yfir deiliskipulag íbúabyggðar í Mosfellsdals. Var samþykkt að stjórn Víghóls yrði falið það verkefni að gera undirskriftalista um kröfur íbúa dalsins um að halda byggðinni sem blandaðri byggð með hektara lóðum . Slíkur
listi var gerður fyrir um 4 árum en þar sem nú er verið að fara í að endurskoða deiliskipulag teljum við rétt að leggja það aftur fyrir.
Göngustígar innan hverfis, sendum inn tillögu/erindi á bæinn vegna endurskipulagningu á aðalskipulagi. Myndi auka öryggi gangandi vegfarenda og efla samfélagið.
Öryggismyndavélamál eru í vinnslu.
Frárennslismál voru rædd og munum við senda inn fyrirspurn vegna þess.
Þingvallavegur, enn vantar gular línur og hliðin. Einnig þarf að endurmála heilar línur í sumar. Sendum á vegagerðina ítrekun vegna þessa. Höldum áfram að vinna með hugmyndir um nyjan Þingvallaveg. Ljóst er að þetta er hagkvæmt fyrir Mosfellsbæ, íbúa í dalnum auk ferðaþjónustuaðila.
Athuga þarf með reglur varðandi snjómokstur en sumir eru ósáttir með mokstur þennan veturinn, illa rutt og sjúkrabílar eiga ekki greiðan aðgang.
Ræsin meðfram Þingvallavegi voru til umræðu, sendum fyrirspurn til bæjarins varðandi það.
Fundi slitið.
Hlutverkaskipting stjórnar verður sem hér segir:
Guðbergur Guðbergsson, Formaður
Ólafía Bjarnadóttir, Gjaldkeri
Rakel Baldursdóttir, Ritari
Signý Hafsteinsdóttir, Stjórnarmaður
Halldór Þorgeirsson, Stjórnarmaður
Jóhannes Þór Hilmarsson, Varamaður