Stjórnarfundur
Mosfellsdalur, 21. janúar 2021
Fundargerð stjórnar Víghóls
Mættir: Olla, Rakel, Dóri og Beggi. Óli mætti í gegnum Zoom.
Félagið fagnar 35 ára afmæli 2021 en það var stofnað 15. nóvember 1986. Stefnum á að halda afmælisgleði síðsumars. Gott væri að fá áhugasama dalbúa í afmælisnefnd.
Dalalæðan.
Pósturinn hefur séð um dreifingu Dalalæðunnar undanfarin ár en taka það ekki lengur að sér. Send hefur verið fyrirspurn á Póstdreifingu.is um að tak við. Ef það er ekki í boði þá munum við sjálf dreifa læðunni í hús hér í dalnum og til brottfluttra.
Aðalfundur.
Aðalfundur er áætlaður fimmtudaginn 25. febrúar. Kl 20:00 í Reykjadal. Þurfum að fara að sóttvarnarreglum og fer því fyrirkomulagið eftir því hvernig þeim verður háttað þegar nær dregur. Mögulega munum við einnig streyma fundinum. Ekki liggja fyrir neinar lagabreytingar þetta árið.
Göngustígurinn.
Þrátt fyrir fundi og send erindi til bæjarráðs er ekki mikill vilji bæjaryfirvalda að fara í að gera göngustíga innan dalsins á næstunni. Búið var að gera drög að teikningu í þremur áföngum og ætti að vera hægt að hefja undirbúning á gerð fyrsta áfanga sem liggur frá Hraðastaðavegi að Æsustaðavegi. Sá áfangi opnar beina linu frá t.a.m Reykjadal upp að Gljúfrastein. Ráðast þarf í gerð kostnaðaráætlunar og athuga möguleikann á styrkveitingu. Skriflegt samþykki íbúa sem liggja að fyrirhuguðum stíg 1sta áfanga þarf einnig að liggja fyrir.
Þorrablót.
Nefndin hyggst halda rafrænt blót í ár. Verður auglýst bráðlega.
Fundi slitið.