stjórnarfundur - 2. fundur
Mosfellsdalur, 20. júní 2019
Mættir: Olla, Dóri, Signý, Beggi og Rakel.
Þann 26. april 2019 var sent erindi á bæjarráð Mosfellsbæjar með fyrirspurn varðandi ljósleiðaramál í
Mosfellsdal. Svarað var að erindið yrði tekið fyrir við fyrsta tækifæri og munum við senda inn fyrirspurn í
hvaða farvegi ljósleiðaramál eru núna.
Öryggismyndavélar eru komnar í ferli hjá bænum en það var tekið fyrir á bæjarráðsfundi nr. 1389 sem
hægt er að skoða á fundargátt Mosfellsbæjar.
Athuga þarf hvernig staðan er varðandi þéttbýlishliðin. Beggi hefur samband við Vegagerðina.
9 – 11 ágúst stefnum við á að ganga í hús með undirskriftarlista um kröfur íbúa dalsins um að halda
byggðinni sem blandaðri byggð með hektara lóðum eins og samþykkt var á síðasta aðalfundi.
Olla, Dóri og Rakel fara í að setja inn hugmyndir að hverfisstígum, sem eiga að auka öryggi og efla
samfélagið, Stefnum á að vera með grunnhugmyndir tilbúnar fyrir 9 ágúst. svo hægt sé að skoða með
íbúum þegar við göngum í hús. Eftir það sendum við inn erindi til framkvæmdarstjóra umhverfissviðs
Mosfellsbæjar.
Þar sem loftslagsmál eru ofarlega í umræðunni og nauðsynlegt að allir leggi sitt af mörkum til að draga
úr neikvæðum áhrifum hefur verið rætt um hvernig við íbúar í Mosfellsdal getum lagt okkar af mörkum.
Ein hugmyndin sem komið hefur upp er varðandi Græna trefilinn svokallaða sem er samstarfsverkefni
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. En innan þess verkefni er að gróðursetja tré á Mosfellsheiði. Og þá
er spurning hvernig við gætum komið að því verkefni.
Áhugasömum íbúum sem vilja koma með okkur í hugmyndavinnu eða eru með upplýsingar, skoðun eða
góðar hugmyndir eru beðnir um að senda okkur póst á vigholl@mosfellsdalur.is
Hugmyndir sem komu fram á síðasta fundi um að endurvekja Gvendarreit eru ekki raunhæfar þar sem
svæðið býður ekki upp á slíkt að svo stöddu.
Fundi slitið.