Stjórnarfundur
Mosfellsdalur, 18. febrúar 2021
Fundargerð stjórnar Víghóls
Mættir: Guðný, Guðbergur, Halldór, Ólafía, Rakel.
Dalalæðan
Dalalæðan kom út þann 8. febrúar sl. undir dyggri ritstjórn þeirra Dóra og Dunu. Stjórn sá um að bera út læðuna þar sem Íslandspóstur sem séð hefur um dreifingu síðustu ár er hættur að sjá um slíkt. Var Dalalæðan borin út í alla póstkassa í dalnum en auk þess til brottfluttra dalbúa, auglýsenda, bókasafns, héraðsskjalasafns, Hamra, bæjarskrifstofu, Mosfellsbakarí og bensínstöðvar bæjarins. Olla setti svo inn rafræna útgáfu inn á heimasíðuna mosfellsdalur.is en þar er einnig að finna nokkrar eldri Dalalæður. Ritstjórum blaðsins var fært gjafabréf í Hörpuna í þakklætisskyni líkt og í fyrra.
Aðalfundur
Aðalfundur er næstkomandi fimmtudag, 25 febrúar, og verður haldinn í íþróttahúsinu í Reykjadal. Auglýsing var birt í Dalalæðunni og á Fb síðunni „Íbúar í Mosfellsdal“. Skv. 7.gr. í lögum félagsins skal stjórn þess skipuð 3-5 félagsmönnum, formanni og 2-4 meðstjórnendum. Núverandi stjórnarmenn bjóða sig allir fram á ný að undanskildum Guðbergi. Ólafía setur inn ítrekun á fundi og hvatningu til íbúa að bjóða sig fram í stjórn. Mögulega verður létt á fjöldatakmörkum öðru hvoru megin við helgi en annars er 20. manna samkomubann vegna Covid. Tökum stöðuna þegar nær dregur um hvort þörf sé á að streyma fundinum.
Ljósleiðari
Rakel sendir inn ósk um fund vegna svarbréfs á erindis varðandi ljósleiðaramál til lögmanns bæjarins en teljum við þó nokkrum spurningum sé enn ósvarað og vafamál um útskýringar í svarbréfi. Ólafía kannar hvað verði um styrkveitingu vegna ljósleiðara ef ekki allir nýta sér styrki.
Öryggismyndavélar
Ekkert bólar á öryggismyndavélum í dalnum en þó nokkrar eru þegar komnar í hverfi innan Mosfellsbæjar, senda þarf fyrirspurn og upplýsingar um hvernig staða sé á uppsetningu á öryggismyndavélum.
Göngustígar
Ólafía gerir drög að bréfi til Mosfellsbæjar varðandi göngustíga sem eiga að vera til staðar í Dalnum en eru í raun bara vegkantur í dag.
Fundi slitið.