Stjórnarfundur - 1. fundur nýrrar stjórnar
Mosfellsdalur, 17. mars 2021
Fundargerð stjórnar Víghóls
Mættir: Rakel, Ólafía, Guðný Ragna, Halldór, Guðmundur Hreins, Sigríður Rún og Ólafur Dan.
Fráfarandi formaður, Guðbergur mætti einnig og þökkum við honum vel unnin störf.
Hlutverkaskipan nýrrar stjórnar.
- Formaður: Rakel Baldursdóttir - Roðamóa
- Gjaldkeri: Ólafía Bjarnadóttir - Lækjarnesi
- Ritari : Guðný Ragna Jónsdóttir - Víðihlíð
- Stjórnarmaður: Halldór Þorgeirsson - Melkoti
- Stjórnarmaður: Guðmundur Hreinsson - Hraðastaðavegi
- Stjórnarmaður: Sigríður Rún - Minna Mosfelli
- Varamaður: Ólafur Dan - Hveramýri
Helstu áherslur og verkefni starfsársins 2021.
Gerð göngustíga innan dalsins. Gera þarf uppdrátt og kostnaðaráætlun á verkefninu og fá skriflegt samþykki landeiganda sem eiga land við staðsetningu fyrsta áfanga verksins. Athuga þarf með styrki til verkefnisins og stuðningsyfirlýsingu frá Reykjadal. Vekja athygli á verkefninu inn á okkar Mosó. Senda þarf inn til skipulagsnefndar tillögu okkar til hliðsjónar við gerð nýs aðalskipulags.
Einnig þarf að senda inn á skipulagsnefnd óskir dalbúa um að taka þátt í gerð nýs aðalskipulags fyrir dalinn. Senda inn áherslur íbúa á framtíðarskipulagi en skýr vilji íbúa er að halda sérstöðu dalsins sem sveit í borg.
Uppsetning á öryggismyndavélum er komin af stað hjá Mosfellsbæ og erum við í þriðja áfanga en fyrsta áfanga er lokið. Óska þarf eftir tímaáætlun á verkefninu hjá bænum.
Fjölgun brunahana í dalnum er hafin og var tveim bætt við 2020 og sá þriðji átti að koma í upphafi árs.
Á aðalfundi var ósk íbúa að endurvekja Gvendarreit og þarf að skoða með tilliti til aðkomu hvernig því skal háttað. Hugmyndir um að hafa aðkomu frá Egilsmóa þarf að athuga betur og einnig hvað þarf að gera. Eiga samtal við bæinn um leiktæki og gerð bílastæðis. Leigusamningur sem gerður var milli Víghóls og kirkju er í gildi til 2038.
Fundur er 23. mars með bænum varðandi svarbréfs erindis sem sent var bæjarráðs vegna lagningu ljósleiðara. Rakel og Ólafía mæta sem fulltrúar Víghóls.
Guðmundur og Sigríður munu halda utan um fyrirhugaða afmælishátíð síðsumars. Finna þarf hentuga dagsetningu og staðsetningu fyrir viðburð og skipuleggja hann. Óska eftir áhugasömum til undirbúnings, á fésbókarsíðu íbúa.
Farið verður í að safna sögnum og myndum frá dalbúum um lífið í dalnum hér áður fyrr og hafa aðgengilegt inni á heimasíðunni mosfellsdalur.is
Hægt er bæði að taka viðtöl og safna saman gögnum sem þegar eru til. Mikið af gögnum er að finna á héraðsskjalasafni sem er verið að safna saman. Þar var einnig að finna VHS spólu sem inniheldur heimildarmynd sem Víghóll lét gera um fornminjar í Mosfellsdal. Ólafía er að láta setja hana á stafrænt form til að hægt sé að hafa hana aðgengilega inni á heimasíðunni.
Gerð starfsáætlunar og stefnu félagsins er í vinnslu og verður tilbúin til samþykktar á næsta fundi stjórnar.
Fundi slitið