Stjórnarfundur
Mosfellsdalur, 17. mars 2020
Fundargerð stjórnar Víghóls
Mættir: Guðbergur, Ólafía, Halldór og Rakel. Guðný og Ólafur mættu ekki.
- Ákveðið var að bíða með að raða í hlutverk þar til hægt verður að ná allri stjórn saman.
- Óskað hefur verið eftir viðtalstíma með Jóhönnu Hansen á umhverfissviði vegna göngustíga innan hverfa.
- Senda þarf fyrirspurn á bæinn hvar málið er statt varðandi öryggismyndavélar í dalnum og hvenær uppsetningu verði lokið. Innbrotstilraun var gerð í Gljúfrastein á dögunum og hefði öryggismyndavél geta leyst hverjir voru þar að verki. Íbúar eru farnir að lengja eftir öryggismyndavél líkt og er í öðrum hverfum bæjarins.
- Í ljósi svars frá slökkviliði höfuðborgarsvæðis vegna brunahana í dalnum þurfum við að fá svar frá bænum hvenær farið verði í framkvæmdir á brunahönum.
- Stefna á að eiga samtal við formann Skógræktar um framtíð skógræktar í dalnum og grennd.