Stjórnarfundur
Mosfellsdalur, 14. júní 2020
Fundargerð stjórnar Víghóls
Mættir: Guðbergur, Ólafía og Rakel.
Stjórn hafa borist athugasemdir vegna Dog Sledding Iceland og umsókn þeirra um rekstrarleyfi hér í dalnum. Íbúar eru uggandi vegna þessa en mikill hávaði fylgir slíkri starfsemi sem raskar ró og nætursvefni í nágrenninu. Dog Sledding Iceland er með um 50 sleðahunda af Husky tegund og eru þeir hafðir utandyra í búrum í Egilsmóa 12. Stjórn ályktar að slík starfsemi eigi engan veginn heima í íbúðarhverfi þar sem það er bæði ógn við öryggi og heilsu íbúa. Samþykkt er að senda inn erindi til Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, umsókn um starfsleyfi fyrirtækisins er til auglýsingar til 16. júní nk., þar sem við förum fram á að fyrirtækið fái ekki starfsleyfi hér í Mosfellsdal og að hundarnir verði fjarlægðir af svæðinu hið snarasta.
Fundi slitið