mosfellsdalur.is
  • Forsíða
  • Víghóll
    • Stjórn Víghóls
    • Lög Víghóls
    • Fundargerðir
  • Fréttir
  • Dalalæðan
  • Viðburðir
    • Aðalfundir
    • Ljósmyndakeppni
    • Þorrablót
  • Silfrið
    • Myndbönd
    • Ljósmyndir
    • Fréttir
  • Hafðu samband

Stjórnarfundur


Mosfellsdalur, 13. janúar 2022

Fundargerð stjórnar Víghóls

Fundur haldinn í Roðamóa og á Zoom.
Mættir: Halldóri, Rakel, Sigríður, Ólafur, Ólafía og Guðný


Þorrablót verður ekki hægt að halda á tilsettum tíma.  Þorrablótsnefnd tekur stöðuna og mun kanna áhuga á t.d. Góublóti.

Dalalæðan fer í prentun 2. febrúar, er seinna á ferðinni vegna covid, stjórnin sér  aftur um að bera hana út fyrstu helgina í febrúar

Aðalfundur.  Þurfum að ákveða dagsetningu.  Rakel stakk upp á 3. mars í Reykjadal. Það þarf að auglýsa hann eigi síðar en 17. feb.  Það eru lágmark 3 aðilar að fara úr stjórn þannig að það þarf að manna nýja stjórn.  Allir þurfa að hafa augu og eyru opin fyrir kandídötum.

Google aðgangur var stofnaður fyrir félagið til að halda gögnum inn á drive í eigu félagsins.  271mos@gmail.com

Búið er að segja upp pósthólfinu sem skráð var á Víghól vegna mikillar gjaldhækkunar en félagið er núna skráð til húsa hjá Badda og Nínu. Breyta þarf skráningu á lögheimili félagsins og á það að vera hjá gjaldkera félagsins. Verður gert þegar ný stjórn tekur við 

Fjárhagsstaða  félagsins er góð, rúm 400.000 til á reikning áður en félagsgjöld voru send út.  Reykjadalur hefur fengið styrk frá félaginu að meðaltali 100.000kr á ári, styrktum ekki í fyrra þannig að ættum að styrkja um 200.000kr þetta árið.

Rakel er búin að setja upp drög að starfs- og vinnureglum.  Skjalið lesið yfir og fínpússað á fundinum og samþykkt.

Bréf sem þarf að senda:  
  • Minkamálið, þurfum að vinna í bréfi til minkabúsins vegna möguleika á að minkar séu að  sleppa.  Ólafía og Rakel sjá um.  
  • Bréf á umhverfisstofnun varðandi mögulega mengun í ánni og óska eftir sýnamælingu..  Rakel og Ólafur sjá um.  
  • Mávamálið er komið í farveg.

Verkaskipting eftir fund
  • Bréf vegna minka - Ólafía og Rakel
  • Bréf vegna mengunar - Rakel og Ólafur 
  • Setur inn gögn á nýtt drive - Ólafía

Fundi slitið.

Víghóll, samtök íbúa í Mosfellsdal   -   Pósthólf 1   -   270 Mosfellsbær  -  vigholl@mosfellsdalur.is

Víghóll © 2020
  • Forsíða
  • Víghóll
    • Stjórn Víghóls
    • Lög Víghóls
    • Fundargerðir
  • Fréttir
  • Dalalæðan
  • Viðburðir
    • Aðalfundir
    • Ljósmyndakeppni
    • Þorrablót
  • Silfrið
    • Myndbönd
    • Ljósmyndir
    • Fréttir
  • Hafðu samband