Stjórnarfundur
Mosfellsdalur, 11. maí 2021
Fundargerð stjórnar Víghóls
Mættir via Zoom: Ólafur
Mættir á Minna-Mosfell: Rakel, Ólafía, Guðmundur, Guðný, Sigríður og Dóri
Ljósleiðaramálið
Stjórnin ákvað á síðasta fundi að ljósleiðaramálinu væri lokið. En nú hefur áhugasamur íbúi sett sig í samband við okkur sem er með athugasemdir varðandi framkvæmd á setningu ljósleiðara í dalnum og mun setja sig inn í málið og mögulega koma fram athugasemdum við umboðsmann alþingis. Fullur stuðningur stjórnar við því.
Fríríkið Mosfellsdalur
Umræður um sjálfbært sveitarfélag. Margir punktar voru ræddir. Mosfellsdalur á miklu meiri samleið með t.d. Kjósinni. Hvað eru fasteignagjöld og útsvar Mosdælinga hátt?
Göngustígar
Uppdráttur að göngustíg tilbúinn sem og plagg til að fá landeigendur að kvitta á vegna göngustígagerðar innan Dalsins.
Senda erindi til skipulagsnefndar um að nefndin taki tillit til göngu- og hjólastíganets innan Mosfellsdal í gerð nýs aðalskipulags. Rakel tekur að sér.
Næsta grein í Mosfelling mun Sigga skrifa um göngustíga. Skilafrestur greinar er hádegi 19/4.
Hjólreiðar
Senda þarf ábendingu til hjólreiðafólks um að hjólreiðamenn hjóli ekki margir saman hlið við hlið meðfram Þingvallavegi í gegnum Mosfellsdal þar sem það skapar mikla hættu við framúrakstur. Rakel sendir á samtök hjólreiðamanna
Afmælishátíð
Hugmynd að dagsetningu viðburðar: Verslunarmannahelgi eða helgina sem Í túninu heima er haldin? Hafa dagskrá fyrir krakka, ratleik, barnahesta, gera sér skjal með áætlun. Skjal verður á drive til að henda hugmyndum og fleira inn. Hafa samband við Nonna í Mosskógum hvort hann vilji lána okkur staðinn. Dagskrá: Ratleikur á hestum? Brekkusöngur og varðeldur á eldstæðinu hjá kirkjunni? Þurfum að hvetja aðra Dalbúa til að vera með í nefndinni.
Öryggismyndavélar
Í svari við fyrirspurn um tímasetningu á uppsetningu öryggismyndavéla í dalnum kemur fram að framkvæmdir ættu að geta hafist eftir næsta ár eða 2023.
Gvendarreitur
Sigga búin að tala við Ingibjörgu á Reykjum vegna vinnuskólans og þau geta komið og dregið út dauð tré af svæðinu í sumar. Laga þarf brú og mögulega girðingu. Guðmundur ætlar að gera verkáætlun fyrir hvað þarf að gera.
Sigga setur könnun á “Íbúar í Mosfellsdal” um hvað væri hægt að gera á reitnum.
Þurfum að gera bílastæði við hliðina á reitnum það er forsenda þess að hægt sé að nýta svæðið og þarf að vera fyrsta verkefni. Gætu bílastæðin verið tilbúin fyrir sumarið? Samþykki er komið frá Bjarka en hann er með afnot af reitnum við hliðina á Gvendarreit.
Tölum við Þröst í Suðurá varðandi verðhugmynd á grús sem hægt væri að leggja í stæðið.
Óli tekur að sér að kanna styrkveitingu varðandi Gvendarreit og einnig göngustígi. t.d. á Karolina fund. Mörg stór fyrirtæki eru með samfélagsstyrki t.d. Krónan og bankarnir. Óli kominn með lista.
Fundi slitið.