mosfellsdalur.is
  • Forsíða
  • Víghóll
    • Stjórn Víghóls
    • Lög Víghóls
    • Fundargerðir
  • Fréttir
  • Dalalæðan
  • Viðburðir
    • Aðalfundir
    • Ljósmyndakeppni
    • Þorrablót
  • Silfrið
    • Myndbönd
    • Ljósmyndir
    • Fréttir
  • Hafðu samband

Stjórnarfundur


Mosfellsdalur, 09. nóvember 2021

Fundargerð stjórnar Víghóls

Mættir í Lækjarnes: Guðmundur, Ólafía, Rakel, Halldór, Ólafur og Guðný.

Pósthólfið hefur hækkað í verði og við ætlum að segja því upp.

Áætlum að halda jólaball fyrir krakkana í Reykjadal eða fá jólasvein til að fara í hús ef Covid faraldur leyfir.

Jólatréssala í Æsustaðafjalli, hvað eigum við að gera í því.  

Oddsbrekkur og Helgufoss
Það þarf að laga skemmdir í Oddsbrekkum og drullusvað á gönguleiðinni að Helgufossi. Hver mun sjá um að laga skemmdirnar þar? Þurfum svör frá bænum.

Af eldri málum
Ekkert verið gert ennþá í brennusvæðinu, spurning úr þessu að halda áramótabrennu. Það komu upp hugmyndir að gera svæðið fyrir neðan kirkju að samkomusvæði í stað Gvendarreits því að Gvendarreitur er ekki nálægt neinum gönguleiðum.

Óvissuferð og hópefli.
Rakel ennþá að koma með hugmyndir.  Bjór og bingó í Reykjadal, Dalakvöld á Barion, Pubquiz eða Kahoot á fimmtudagskvöldi í desember. 

Göngustígamálið
Ekkert ennþá að frétta af því þrátt fyrir fyrirspurnir.

Mávar
Dóri talaði við Guðna og bæjarverkfræðing og umhverfissvið.  Þarf að minna á í vor.  Málið annars í góðu ferli.

Aðalskipulagið
Gummi búin að vera í samskiptum við bæinn og mikill vilji þar fyrir óbreyttum hektaralóðum í dalnum svo það mál er leyst í bili.

Næstu aðgerðir sem voru ákveðnar:
  • Jólasveinn í hús - Rakel skoðar
  • Jólatréssala - Olla athugar
  • Hópefli - Olla og Guðný skoða
  • Oddsbrekkur - Dóri byrjar á uppkasti
  • Brennusvæðið - Gummi talar við Ragnheiði prest

Fundi slitið.

Víghóll, samtök íbúa í Mosfellsdal   -   Pósthólf 1   -   270 Mosfellsbær  -  vigholl@mosfellsdalur.is

Víghóll © 2020
  • Forsíða
  • Víghóll
    • Stjórn Víghóls
    • Lög Víghóls
    • Fundargerðir
  • Fréttir
  • Dalalæðan
  • Viðburðir
    • Aðalfundir
    • Ljósmyndakeppni
    • Þorrablót
  • Silfrið
    • Myndbönd
    • Ljósmyndir
    • Fréttir
  • Hafðu samband