Stjórnarfundur - 1. fundur nýrrar stjórnar
Mosfellsdalur 9. apríl 2019
Mættir: Guðbergur, Halldór, Signý, Jóhannes, Ólafía og Rakel.
Fyrirspurn var send í janúar á bæinn varðandi ljósleiðaramál og fengum við þau svör að beiðni um
styrkveitingu hafi verið send á Fjarskiptasjóð og verið væri að bíða eftir niðurstöðum þaðan. Í síðustu
viku var svo tilkynnt að Mosfellsbær hafi verið eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrkinn og munum við
því senda inn erindi á bæjarráð varðandi ljósleiðaravæðingu í Mosfellsdal. Varðandi öryggismyndavélar
munum við senda inn fyrirspurn
Íbúar eru farnir að lengja eftir upplýsingum varðandi öryggismyndavélar og var haft samband við Óskar
Gísla Sveinsson sem tjáði okkur að að bæjarráð hafi falið bæjarstjóra að skoða staðsetningu
öryggismyndavéla í samstarfi við öryggisráðgjafa og lögreglu. Þá þarf að bjóða út verkið í samstarfi við
neyðarlínuna 112. Sendum við því fyrirspurn til Haraldar varðandi hvar þetta mál er statt en höfum ekki
enn fengi svar og mun því verða send ítrekun.
Í kjölfar banaslyss sl. sumar var lofað þéttbýlishliðum en Vegagerðin áætlaði að fara í það nk. sumar. Enn
vantar gular línur á Þingvallaveg og endurmála þarf heilar línur í sumar. Send verður á Vegagerðina
ítrekun vegna þessa.
Fundur var haldinn með samgönguráðherra í ágúst 2018 og þar var kynnt fyrir honum tillaga að nýjum
Þingvallavegi sem hann tók vel í en hefur ekki fylgt því eftir að neinu leiti þrátt fyrir fyrirspurnir. Við
munum halda áfram að vinna með hugmyndir um nýjan Þingvallaveg því ljóst er að það er hagkvæmt
fyrir Mosfellsbæ, íbúa í Mosfellsdal auk ferðaþjónustuaðila að nýr Þingvallavegur sé í
framtíðarkortunum.
Þar sem nú er verið að fara yfir deiliskipulag íbúabyggðar í Mosfellsdals. Var samþykkt að stjórn Víghóls
yrði falið það verkefni að gera undirskriftalista um kröfur Íbúa dalsins um að halda byggðinni sem
blandaðri byggð með hektara lóðum . Slíkur listi var gerður fyrir um 4 árum en þar sem nú er verið að
fara í að endurskoða deiliskipulag teljum við rétt að leggja það aftur fyrir. Farið verður í það í mai að
ganga í hús með undirskriftarlista.
Okkur barst erindi þar sem fram kemur með samþykktu aðalskipulagi 2013, hafi verið laumað inn
eignarnámi í formi hverfisverndar og aldrei verið kynnt landeigendum í dalnum og er það í kæruferli.
Hverfisverndi hefur aldrei verið kynnt íbúum. Lögmaður íbúa í dalnum er með málið í skoðun og bíðum
við eftir niðurstöðum frá honum.
Göngustígar innan hverfis, sendum inn tillögu/erindi á bæinn vegna endurskipulagningu á aðalskipulagi.
Myndi auka öryggi gangandi vegfarenda og efla samfélagið. Undirbúum og sendum inn grunnhugmynd á
bæjarráð og framkvæmdarstjóra umhverfissviðs.
Á síðasta aðalfundi voru frárennslismál rædd og og teljum við þetta ekki vera málefni víghóls amk ekki
að svo stöddu. En hvetjum íbúa til að senda inn fyrirspurnir á bæinn ef einhverjar eru. Einnig var rætt um
snómokstur og munum við senda inn fyrirspurn hvernig því er háttað næsta haust með tilliti til aðgengi
neyðarbíla. Göngustígur þarf líka að vera ruddur og er það öryggismál. Farið verður í að laga ræsin
meðfram Þingvallavegi þegar farið verður í framkvæmdir við Þingvallaveg.
Hvetja fólk til að senda inn myndir frá því að áður en trjárækt hófst í dalnum.
Mikið og oft hefur ferið rætt um að endurvekja Gvendarreit og stefnum við á að gera tilraun í sumar
hvort það gangi. Áætlum vinnudag (Gvendardag) í júní þar sem allir sem vettilingi geta valdið hjálpast að
að gera svæðið huggulegt. Athugum með að fá leiktæki hjá Mosfellsbæ og bekki. Athuga með grill.
Endum svo tiltektardaginn á grill og leikstund. Stefnum á 2 viðburði í sumar í Gvendarreit. Hvetjum alla
áhugasama sem vilja sjá Gvendarreit sem lifandi samkomureit okkar dalbúa að leggja okkur lið og hafa
samband við okkur á vigholl@mosfellsdalur.is Það er ýmisleg sem hægt er að gera og allar hugmyndir vel
þegnar hvort sem snýr að viðburði eða endurgera svæðið.
Fundi slitið.