Stjórnarfundur
Mosfellsdalur, 08. október 2020
Mættir: Ólafía, Rakel, Dóri, Beggi, Guðný og Ólafur.
Reykjadalur
Samþykkt að veita 200.000 kr styrk til Reykjadals. Undanfarin ár hefur Víghóll styrkt Reykjadal sem um nemur 100.000 kr. 2019 var enginn styrkur og því var ákveðið að hafa hann veglegan í ár. Olla sér um að koma styrknum til Reykjadals.
Ljósmyndakeppnin 2020.
Í sumar stóð stjórn Víghóls fyrir ljósmyndakeppninni „Mannlífið í Mosfellsdalnum”. Frestur til að taka þátt rann út þann 20/8 síðastliðinni. Þátttaka var góð og bárust alls 32 myndir í keppnina. Eftir að frestur rann út voru valdar fimm myndir sem höfðu fengið flestar tilnefningar á FB síðunni „Íbúar í Mosfellsdal“. Stjórn Víghóls fékk því næst þrjá atvinnuljósmyndara, þau Unni Magna, Gaua H og Marsý Hild til að velja úr sigurmyndina.
Sigurmyndin þetta árið var send inn af Rakel Ylfu Emilsdóttir og Írisi Rún Sigurjónsdóttir. Verðlaunin eru 10.000 kr.
Olla setur frétt inn á heimasíðuna.
Ljósleiðaramál
Eru í farvegi en 2. september átti stjórn fund með fulltrúum frá Mílu, Mosfellsbæ og Eflu. Daginn eftir var svo haldinn íbúafundur og í kjölfarið ákveðið að senda ínn erindi til bæjarráðs sem sent var þann 16. september sl. Mílunefndin svokallaða með Guðmundi Hreins í farabroddi hefur haldið vel utan um málið.
Þéttbýli eða dreifbýli ?
Mikilvægt er að fá nákvæma útlistun á því hvort dalurinn skilgreinist sem dreifbýli, þéttbýli eða hvorutveggja og þá hvaða hús/götur tilheyra hvoru? Mjög mismunandi eru svörin sem við höfum fengið þegar að er spurt. En þetta þarf að vera mjög skýrt. Undirbúa þarf erindi þess efnis og senda á bæjarráð.
Fundi slitið.