Stjórnarfundur
Mosfellsdalur, 08. september 2020
Mættir: Guðný, Rakel, Olla og gestirnir Gummi og Birta sem koma að ljósleiðaramálum.
Ljósleiðaramál
Styrkur má aldrei vera meira en 60% af raunkostnaði skv skilmálum fjarskiptasjóðs.
Míla gerir tilboð uppá 8,6 milljónir og íbúar eiga að borga um 3 milljónir en Mosfellsbær er að fá styrk uppá 11 milljónir. Efla hannar kerfið en Míla leggur það. Hvaðan kemur greiðslan til Eflu, er það hluti af styrknum? Má það skv fjarskiptarsjóði?
Spurning hvort ljósleiðarmálið sé orðið fjölmiðlamál – safna þarf saman öllum upplýsingum Það eru of mörg brot á samningnum sem þarf að tilgreina. Ekki sátt með að að Míla fái ákvörðunarvald til að mismuna fólki á kostnaði vegna lagningar, t.d. fær einn íbúi 124 þús tilboð en annar 372 þús tilboð. Þeir búa hlið við hlið.
Skv Kjartani hjá Gagnaveitunni þá á Míla meira af “dóti” hérna uppfrá. Míla og Gagnaveitan vinna saman við uppsetningu niðrí Mosfellsbæ. Gagnaveitan tók ekki þátt í útboðinu því þeir hefðu aldrei getað undiboðið Mílu. Hver er kostnaðurinn...22 milljónir?
Hvers vegna voru ekki settar kvaðir á framkvæmdarsamning við Mílu sem sneri að íbúar dalsins fái sama tilboð og aðrir íbúar bæjarins?
Skv heimasíðu Mílu má koparinn ekki vera lengri en 400 metrar annars telst það ekki ljósnet.
Staðfangalisti þarf að liggja fyrir áður en verklagssamningur er gerður. Er möguleiki að styrkurinn hafi borist áður en listinn kom?
Höfum fengið upplýsingar um að það sé eitthvað bogið við styrkveitingarnar.
Hversu mörg staðföng sem eru styrkhæf ætla að taka tilboðinu?
Hversu margir sem eru styrkhæf ætla að tengjast ljósleiðaranum?
Einn íbúi fékk þær upplýsingar frá Mílu að þeir sem borga 372 þús króna gjaldið fengju umframgreiðsluna endurgreidda eru þær upplýsingar réttar?
Ósk um styrk á að Mosfellbær greiði mismuninn til Mílu þarf að vera í bréfinu sem sent verður til bæjarráðs sem samþykkt var á íbúafundi.
Þó nokkuð mörgum spurningum er enn ósvarað sem þarf að fá svör við.
Gummi og Birta yfirgefa fundinn.
Löggæslueftirlit
Senda bréf á Vegagerðina og óska eftir þeim upplýsingum um samning þess efnis að Árborg sjái um löggæslueftirlit á Þingvallarvegi.
Göngustígar
Senda póst á Jóhönnu um ítrekun á upplýsingum um aðila sem geta gefið okkur upplýsingar vegna göngustíga.
Dreifbýli / þéttbýli ?
Fá á hreint þetta með dreifbýli & þéttbýli í Dalnum. Er Mosó búið að hafa háar fjárhæðir af íbúum? Það eru ekki allir að greiða jafnhá gatnagerðargjöld. Er stjórnsýslan handahófskennd? Inná mos.is eiga nýbyggingar í þéttbýli að greiða gatnagerðargjöld, ekkert talað um dreifbýli. Samkvæmt staðfestu deiluskipulagi eða aðalskipulagi kemur fram hvar það er dreifbýli. Gatnagerðargjöld á byggðan fermeter er 36 þúsund.
Sleðahundar
Hundarnir á Egilsmóum 12 áttu að vera fjarlægðir 6/8/20 en þeir báðu um frest uppá 6 mánuði. Mörg mótmæli hafa borist til heilbrigðiseftirlitsins varðandi ónæði frá hundunum. Það eru greinagerðar inn á www.eftirlit.is – afstaða til óskar um frest verða teknar fyrir á næsta fundi heilbrigðiseftirlitsins. Víghóll sendi erindi þar sem óskað er eftir að þessi 6 mánaða frestur verði ekki veittur. Umræðu um málið er að finna á mbl.is frá 25/7/20.
Fundi slitið.