Fundur stjórnar með skipulagsnefnd Mosfellsbæjar
Mosfellsdalur, 07. júlí 2020
Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom.
Mættir :
fyrir Víghól: Rakel Baldursdóttir, Ólafía Bjarnadóttir, Guðný Ragna Jónsdóttir
fyrir Mosfellsbæ: Jóhanna Hansen (framkvæmdarstjóri umhverfissviðs), Kristinn Pálsson (skipulagsfulltrúi), Anna Margrét Tómasdóttir (verkefnastjóri aðal- og deiluskipulags)
Efni fundar: göngustígar í Mosfellsdal
Víghóll sendi erindi til Mosfellsbæjar þann 15/4/20 og óskaði eftir stuðningi bæjarins til þess að hrinda af stað framkvæmd við göngustíga í Dalnum. Mosfellsbær sendi svar við fyrirspurn þann 27/5/20 um að það væru ekki til staðar skipulagslegar, eignarréttarlegar né fjárhagslegar forsendur fyrir því að ráðast í gerð göngustíga í Mosfellsdal á þessu stigi. Óska þyrfti eftir því við skipulagsnefnd að við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar verði meðal annars fjallað um framtíðarþróun göngu- og hjólastíganets í Mosfellsdal.
Á Zoom fundinum var svar bæjarins til Víghóls rætt í stórum dráttum. Rakel spyr hvort ekki væri hægt að notast við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins um uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamgangna í gerð göngustíga í Dalnum. Skv Jóhönnu er það ekki hægt því að Mosfellsdalur er ekki partur af höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að vega- og göngustígagerð heldur tilheyrir Selfossi. Dalurinn er utan vaxtalínu höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ákvörðun sem tekin var af SSH og Skipulagsstofnun – sjá kort á bls 31 í skýrslunni „Höfuðborgarsvæðið 2040“. Þeir Ásgeir Sveinsson og Sveinn Óskar Sigurðsson eru í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins fyrir hönd Mosfellsbæjar. Víghóll fer fram á það að fá sendar allar upplýsingar um þetta mál og mun Jóhanna senda stjórninni nöfn þeirra aðila sem geta gefið þessar upplýsingar. Stjórnin þarf að senda fyrirspurn á þá aðila.
Breytingar á Þingvallavegi eru í fyrsta lagi á áætlun Vegargerðarinnar eftir 5 ár. Við leggjum mikla áherslu á það að ekki sé hægt að bíða í þann tíma eftir breytingum á göngustíg við veg 36 þar sem hann er ólöglegur og stórhættulegur gangandi vegfarendum. Lítið er um svör frá skipulagsnefnd þegar spurt er hvort það myndi hafa áhrif á framvindu mála ef kæra yrði send vegna legu og staðsetningar göngustígarins.
Víghóll leggur áherslu á mikilvægi þess að þegar Þingvallaveginum verði breytt þarf að gera ráð fyrir hjólandi vegfarendum á veginum þar sem framúrakstur er ekki leyfður á veginum og því stórhættulegt þegar bílar taka framúr hjólreiðamönnum.
Kristinn spyr hvort gönguleiðir innan Dalsins, sjá mynd 1, yrðu frekar notaðar heldur en göngustígur við veg 36 og teljum við það hiklaust vera. Rauðu línurnar eru þar sem stjórn Víghóls telur að þurfi að vera göngustígar á í Dalnum.
Í svarinu frá Mosfellsbæ þann 27/5/20 er m.a.sagt „Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir meginstígum meðfram Helgadalsvegi og veginum að Hlaðgerðarkoti og áfram inn að Vindhól, ennfremur er stígur meðfram Þingvallavegi.“
Við ræðum um bláa áfangann, sjá mynd 1, og leggjum áherslu að ef farið yrði í hann í sumar væri það himnasending fyrir Dalbúa. Að það væri munnlegt samkomulag við flesta landeigendur á þessu svæði og leiðin að miklu leyti komin. Mosfellsbær spyr þá hver skilgreining Víghóls sé á stígunum, viljum við að stígarnir séu bundið slitlag og upplýstir. Jóhanna segir að þess lags stígar þurfi að vera á skipulagi. Það væri gott ef Víghóll fengi skriflegt samþykki landeigenda og að landeignendur svæðisins myndu senda inn sameiginlega beiðni til bæjarins um breytingu á skipulagi. Mosfellsbær gerir Víghól grein fyrir að endurskipulag deiluskipulags getur tekið allt að 2 ár þar sem allar breytingar séu samþykktar saman en ekki eftir einstökum málum.
Það er ekki hægt að nýta hverfisvernd meðfram ám þar sem það þarf alltaf samþyki landeigenda. Greið aðkoma meðfram ám þýðir ekki að hægt sé að leggja stíga þar án samþykkis.
Ef skipulagsnefnd fengi að ráða væru göngustígar í Dalnum betur uppbyggðir og myndu tengjast bænum. Næstu skref hjá Víghól er að tala við landeigendur og fá þá til að senda inn skriflegt erindi um breytingu á skipulaginu. Mosfellsbær mun halda áfram að „hræra“ í þessu máli sín megin.
Fundi slitið
Vangaveltur
Mosfellsbær fær greidd gatnagerðargjöld frá Dalbúum...hvers vegna er þá vega- og göngustígagerð ekki á vegum bæjarins? Upplýsingar um gatnagerðargjöld á heimasíðu Mosfellsbæjar https://www.mos.is/thjonusta/skipulag-og-umhverfi/byggingarmal/gatnagerdargjald
Í svarinu frá Mosfellsbæ þann 27/5/20 er m.a.sagt „Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir meginstígum meðfram Helgadalsvegi og veginum að Hlaðgerðarkoti og áfram inn að Vindhól, ennfremur er stígur meðfram Þingvallavegi.“
Við ræðum um bláa áfangann, sjá mynd 1, og leggjum áherslu að ef farið yrði í hann í sumar væri það himnasending fyrir Dalbúa. Að það væri munnlegt samkomulag við flesta landeigendur á þessu svæði og leiðin að miklu leyti komin. Mosfellsbær spyr þá hver skilgreining Víghóls sé á stígunum, viljum við að stígarnir séu bundið slitlag og upplýstir. Jóhanna segir að þess lags stígar þurfi að vera á skipulagi. Það væri gott ef Víghóll fengi skriflegt samþykki landeigenda og að landeignendur svæðisins myndu senda inn sameiginlega beiðni til bæjarins um breytingu á skipulagi. Mosfellsbær gerir Víghól grein fyrir að endurskipulag deiluskipulags getur tekið allt að 2 ár þar sem allar breytingar séu samþykktar saman en ekki eftir einstökum málum.
Það er ekki hægt að nýta hverfisvernd meðfram ám þar sem það þarf alltaf samþyki landeigenda. Greið aðkoma meðfram ám þýðir ekki að hægt sé að leggja stíga þar án samþykkis.
Ef skipulagsnefnd fengi að ráða væru göngustígar í Dalnum betur uppbyggðir og myndu tengjast bænum. Næstu skref hjá Víghól er að tala við landeigendur og fá þá til að senda inn skriflegt erindi um breytingu á skipulaginu. Mosfellsbær mun halda áfram að „hræra“ í þessu máli sín megin.
Fundi slitið
Vangaveltur
Mosfellsbær fær greidd gatnagerðargjöld frá Dalbúum...hvers vegna er þá vega- og göngustígagerð ekki á vegum bæjarins? Upplýsingar um gatnagerðargjöld á heimasíðu Mosfellsbæjar https://www.mos.is/thjonusta/skipulag-og-umhverfi/byggingarmal/gatnagerdargjald