Stjórnarfundur
Mosfellsdalur, 07. apríl 2021
Fundargerð stjórnar Víghóls
Mættir via Zoom: Ólafur & Sigríður
Mættir í Lækjarnes: Rakel, Ólafía, Guðmundur
Afmælishátíð
Hugmynd að dagsetningu viðburðar: Verslunarmannahelgi eða helgina sem Í túninu heima er haldin? Sigríður og Guðmundur taka að sér að finna dagsetningu og verða búin að því fyrir næsta fund sem verður í maí. Skjal verður á drive til að henda hugmyndum og fleira inn. Hafa samband við Nonna í Mosskógum hvort hann vilji lána okkur staðinn. Dagskrá: Ratleikur á hestum? Brekkusöngur og varðeldur á eldstæðinu hjá kirkjunni? Þurfum að hvetja aðra Dalbúa til að vera með í nefndinni.
Öryggismyndavélar
Rakel sendi fyrirspurn á Mosfellsbæ um hvaða dagsetningu sirka Dalurinn fær öryggismyndavélar. Ekkert svar borist frá bænum. Rakel sendir ítrekun.
Breyting á stjórn hjá RSK
Ólafía sér um að breyta skráningu stjórnar hjá RSK
Gvendarreitur
Sigríður setur könnun á “Íbúar í Mosfellsdal” um hvað væri hægt að gera á reitnum.
Gætum við fengið styrk hjá bænum eða lánaða bekki? Gæti vinnuskólinn tekið að sér að slá flötina og fleira? Sigga tekur að sér að kanna það.
Þurfum að gera bílastæði við hliðina á reitnum það er forsenda þess að hægt sé að nýta svæðið. Gætu bílastæðin verið tilbúin fyrir sumarið? Það þarf að bera þetta undir kirkjuna, sem á landið, og Bjarka Bjarnason sem nýtir landið. Guðmundur og Rakel ætla að tala við Bjarka.
Tölum við Þröst í Suðurá varðandi grús sem hægt væri að leggja í stæðið. Þurfum að fá verðhugmynd frá honum.
Ólafur tekur að sér að kanna styrkveitingu varðandi Gvendarreit og einnig göngustígi. t.d. á Karolina fund. Mörg stór fyrirtæki eru með samfélagsstyrki t.d. Krónan og bankarnir. Ólafur kannar það einnig.
Göngustígar
Senda erindi til skipulagsnefndar um að nefndin taki tillit til göngu- og hjólastíganets innan Mosfellsdal í gerð nýs aðalskipulags. Rakel tekur að sér.
Þurfum að útbúa plagg til að fá landeigendur að kvitta á vegna göngustígagerðar innan Dalsins.
Guðmundur útbýr uppdrátt á göngustígunum.
Næsta grein í Mosfelling mun Sigríður skrifa um göngustíga. T.d. að göngustígurinn meðfram Þingvallavegi er ólöglegur. Skilafrestur greinar er hádegi 19/4.
Ljósleiðaramálið
Rakel og Ólafía fóru á fund með bænum þann 23/3/21. Aðkoma Mosfellsbæjar að þessu verkefni er lokið og mun bærinn ekki aðhafast neitt meira né hafa frekari afskipti að verkefninu. Bærinn telur að farið hafi verið eftir öllum settum reglum og lögum í því sambandi. Það er hvorki hlutverk né skylda bæjarins að tryggja öllum íbúum ljósleiðara. Bærinn mun endurgreiða Fjarskiptasjóði styrk þeirra staðfanga sem þáðu hann ekki. Það var ekki í boði skv. reglum sjóðsins að nýta fjármunina til annarra staðfanga. Um ⅔ staðfanga á listanum þáðu styrkveitinguna.
Stjórnin ákveður að þessu máli sé lokið.
Annað
Það þarf að fjölga garðbekkjum í Dalnum t.d. fyrir hestafólk og göngufólk.
Rakel setti gróflega starfsáætlun inn á FB og drive svo við höldum okkar ramma.
Héraðsskjalasafnið er með ljósmyndavef, senda þeim fyrirspurn og fá leyfi til að setja myndirnar frá þeim inn á mosfellsdalur.is. Taka viðtöl við eldri Dalbúa og setja inn á heimasíðuna. Kanna hvort eldri Dalbúar lumi á gömlu efni sem hægt væri að birta á síðunni. Gætum stofnað hlaðvarpið „Dalvarp“ ☺ Hvetjum unga fólkið í dalnum til að vera með þætti.
Fundi slitið.