Fundur stjórnar og umhverfissviði Mosfellsbæjar
Mosfellsdalur, 07. apríl 2020
Efni: Göngustígar í Mosfellsdal
Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Mættir:
frá Mosfellsbæ: Jóhanna Hansen, Kristinn Pálsson, Tómas Gíslason
frá Víghól: Rakel Baldursdóttir, Guðbergur Guðbergsson, Ólafía Bjarnadóttir
Rakel upplýsir hvers vegna mikilvægt er að gera gönguleið innan Dalsins og er það m.a. því að núverandi göngustígur meðfram vegi 36 er ólöglegur, aukið umferðaröryggi íbúa og annarra sem þar dvelja eykst til muna, göngustígar milli hverfa munu auka gæði og öryggi vistvænna ferðamáta, draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að breyttum ferðavenjum sem styður við heilsueflandi samfélag. Það er nú þegar komin undirskriftarlisti með tæplega 100 manns. Göngustígar myndu hafa mikil áhrif á starfsemi Reykjadals.
Göngustígur er í nýja deiluskipulaginu, þar sem núverandi stígur meðfram vegi 36 er færður og breikkaður. Það hefur ekki fengist fjármagn enn hjá ríkinu til að fara í verkið. Það er búið að færa þetta af núverandi framkvæmdartímabili og komið í annað tímabil.
Samstarfshópur samtaka sveitarfélaganna er um að samræma uppbyggingu stíga sveitarfélagana. Verkum er forgangsraðað eftir samgöngusamningi sem er ákveðinn pottur. Mosfellsbær kom með nokkrar hugmyndir þar á meðal stígur að Gljúfrasteini sem væri endurnýjun á núverandi stígi meðfram vegi 36. Niðurstaðan frá Vegagerðinni var að það lægi ekki innan ákveðins svæðis. Þá styrkir Vegagerðin 50% og Mosfellsbær 50%. Bærinn þarf þá að sækja um til Vegagerðarinnar og eiga fjármagn til að dekka helming kostnaðar.
Rakel talar um verkefni sem sé nú í gangi þar sem sveitarfélög fá endurgreiðslu á VSK vegna flýtiframkvæmda (https://www.ruv.is/frett/sveitarfelogin-fai-endurgreitt-vegna-flytiframkvaemda).
Það er ekkert komið frá Mosfellsbæ varðandi hugmyndir að stígum því að skv. nýjum lögum þarf að taka tillit til þess á deiluskipulagi að svæði mega ekki lengur vera blandað svæði.
Víghóll vill hafa stígana fyrir gangandi, hjólandi og barnavagna, ekki reiðstígar. Bærinn þarf leyfi landeiganda því mikið um einkalönd í Dalnum. Landeigendur þurfa ekki að leyfa stígagerð þó það megi ganga meðfram ám.
Blandað landbúnaðarsvæði er á núverandi deiluskipulagi en það er ekki heimilt í dag að skilgreina svæði sem blandað landbúnaðarsvæði heldur þarf að skilgreina svæðið betur. Það þarf að flokka betur niður hvernig landið er nýtt, hvaða svæði er íbúðarbyggð og hvaða svæði er landbúnaður. Skv nýjum lögum þarf að vera ítarlega unnið til hvers land er notað. Meginmarkmið eiga að geta staðið áfram. Það er komin krafa um að landbúnaður sé skráður í þaula. Sveitarfélagið getur ekki gert breytingar og skilgreiningar á einkalóðum.
Guðbergur telur að það hafi verið sent erindi inn til bæjarins fyrir um 6 – 7 árum síðan um gerð göngustíga. Gott væri að finna það og senda með nýju erindi. Þar sem bæjarráð þarf að taka ákvörðun um hvort hægt sé að fara í verkefnið þarf að senda inn erindi. Í framhaldi þarf bæjarráð að tryggja að það séu til peningar til að framkvæma þetta. Umhverfissvið vinnur hratt og vel ef bæjarráð felur þeim verkið með skilgreindum peningaupphæðum.
Það er pólitísk ákvörðun hvort hægt sé að fara í þetta fyrr. Það er alla vega hægt að hefjast handa við að skipuleggja verkið gott ef Víghóll kæmi með hugmyndir um forgangsröðun hvar stígarnir eiga að vera. Skilgreina þarf verkefnið og skipta niður í áfanga. kannski er hægt að byrja að laga stíga sem eru jafnvel til staðar, laga og setja brýr þar sem þarf að komast yfir. Það væri
Mikilvægt er einnig að fram komi að þetta sér vilji íbúa en það var samþykkt á síðasta aðalfundi að hefja undirbúning á gerð göngustígakerfi í dalnum.
Næst á dagskrá er þá að Víghóll sendir inn erindi til bæjarráðs, lögmann bæjarins og Jóhönnu Hansen.
Fundi slitið.