stjórnarfundur
Mosfellsdalur, 06. febrúar 2020
Fundargerð stjórnar Víghóls
Mættir: Dóri, Olla, Beggi og Rakel
Erum búin að fá staðfest frá framkvæmdarstjóra umhverfissviðs að Mosfellsdalur er skilgreindur sem dreifbýli.
Undirbúningur fyrir aðalfundinn 20. Feb. - Aðalfundur verður haldinn í Reykjadal 20. 02.2020 kl 20. Fundurinn var auglýstur í Dalalæðunni. Auglýsum fundinn á heimasíðu og fésbókarsíðu einnig. Þeir sem eru skráðir á póstlista Víghóls fá sendar tillögur að lagabreytingum mánudaginn 17. feb. auk þess að fá sent fundarboð. Þeir sem ósk eftir að fá tillögur að lagabreytingum skrái sig á póstlistann. Erum búin að fá Reykjadal.
Beggi sér um fundarstjórn og flytur skýrslu stjórnar.
Olla fer í að ganga frá bókhaldi og hafa samband við skoðunarmann reikninga til samþykktar, sem er Gísli í Brekkukoti.
Þorsteinn Sigvaldason frá umhverfissviði Mosfellsbæjar og Kristinn Hauksson ráðgjafi hjá EFLU verkfræðistofu mæta á aðalfund og kynna útboð á ljósleiðara.
Hvetja íbúa til að bjóða sig fram í stjór. Mikilvægt að endurnýjun eigi sér stað.
Lagabreytingar. Komnar eru tvær tillögur, í 4. gr. Og svo 5. gr. breytingartillögur eru feitletraðar til aðgreiningar.
Lög Víghóls
1.gr.
Félagið heitir Víghóll.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að standa vörð um sameiginleg hagsmunamál íbúa í Mosfellsdal.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að fylgjast með þeim málum er varða hagsmuni íbúa Mosfellsdals, t.d. skipulagsmálum og fleira.
4. gr.
Félagsaðild. Allir sem hafa lögheimili í Mosfellsdal hafa heimild til þess að ganga í félagið. Aðrir sem óska eftir aðild verða að fá samþykki stjórnar til inngöngu í félagið.
TILLAGA AÐ BREYTINGU:
Félagsaðild. Allir íbúar með lögheimili í Mosfellsdal 18 ára og eldri teljast félagar og fá send félagsgjöld í valgreiðslu í heimabanka. Aðrir sem óska eftir aðild verða að fá samþykki á aðalfundi til inngöngu í félagið.
5. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi. Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt.
TILLAGA AÐ BREYTINGU:
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Allir íbúar geta verið þátttakendur í aðalfundi. Allir félagsmenn hafa atkvæðisrétt.
6. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 10. mars ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar 7. Önnur mál
7.gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 3-5 félagsmönnum, formanni og 2 – 4 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
8.gr.
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega.
9. gr.
Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til hagsmuna fyrir íbúa Mosfellsdals og fagnaði á vegum íbúa Mosfellsdals
10. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.
Lög þessi voru samþykkt á félagsfundi 11.07.2016
Fundi slitið.