stjórnarfundur - 2. fundur
Mosfellsdalur, apríl 2018
Mættir: Beggi, Dóri, Jói, Signý, Jóhanna og Rakel.
Fundur hefst kl 20:00
- Fjölpóstur var sendur til allra dalbúa með leiðbeiningum um hvernig mæla á nethraða og skrá sig á póstlista. Nú hafa um 20 manns sent vefpóst til baka með póstfang og þar af 14 sem hafa mælt hraðann.
- Heimasíðan er enn í vinnslu en langt á veg komin, nú þarf að fara í að safna upplýsingum og sögum frá dalbúum, sérstaklega að ná í gamlar sagnir. Ákveðið var að ársskýrsla verður ekki sett inn en fyrir áhugasama má nálgast hana hjá gjaldkera. Aðalfundargerðir verða settar inn og fundargerðir frá og með 2015 ef leyfi þáverandi ritara fæst annars frá og með mars 2018. Rakel hefur samband við Héraðsskjalasafn og athugar hvort Bjarki Bjarnason lumi ekki á einhverju skemmtilegu. Höfum fengið Dalalæður frá 2013 á pdf frá ArtPro. Merki Víghóls var samþykkt en það er peningur sem sleginn var 941 A.D af Anlaf Sictricson. Ápeningnum stendur ANLAF CVNVNC (Kununk), sem er fyrsti texti af norrænu máli með latnesku letri. Hann er liklega fyrirmynd Kristínar Þorkells af merki Mosfellsbæjar og sennilegast eins og peningur í bróðurgjöldum sem Egill fékk frá Adalastan og er falinn í dalnum. Við viljum notast við upprunalega merkið en útfæra þarf það. Beggi ætlar að skrifa inn opnugrein á heimasíðuna.
- Vegamálanefnd bíður enn eftir fundi með samgönguráðherra en líklega verður hann í næstu viku og er undirbúningur að honum kominn á fullt skrið.
- Beggi og Jói fóru á fund skipulagsnefndar varðandi Þingvallaveg 23. april sl. þar kom í raun ekkert nýtt fram nema að það verða 2 hringtorg í dalnum. Ekki liggur fyrir hvenær farið verður í framkvæmdir en af öllu má dæma að það verður ekkert á næstunni. Skipulagið er tilbúið til auglýsingarog ætti að vera komið inn á mos.is.
- Jói er búinn að tala við Bjarna hjá Vegagerðinni varðandi að setja heilar veglínur á þingvallaveginn til að koma í veg fyrir framúrakstur.
- Varðandi göngu-hjólastíg við Þingvallaveg ætla Beggi og Jói að heyra í ‚Ola ( einhver kall sem kann svona, FIB ) hvort stígurinn standist reglugerð miðað við staðsetningu og hæð miðað við veginn, en samkvæmt skipulagi er stígurinn mun lægri en vegurinn. Það spunnust upp umræður um stíginn og hvort ekki væri gáfulegra að færa hann og hafa hann inn í byggðinni svipað og hugmynd Fróða heitins Jóhannssonar var um árið. Trúlega 2003-2004. Þetta viljum við skoða frekar og kynna fyrir dalbúum. Myndi minnka hættustigið og tengja byggðina mun betur. Spurning hvort Gísli eða Jón viti eitthvað um þetta og hvort hafi verið farið í einhverskonar grunn-skipulagsvinnu, með teikningum jafnvel.
- Athuga þarf hvort óska þurfi eftir beiðni um nýjar mælingar, hraða, fjölda bíla og hávaða, í dalnum en mælingar sem stuðst er við núna eru frá 2016 og umferðin hefur aukist töluvert síðan þá.
- Viljum skoða að færa “ hliðið“ upp að Grænuborg en það myndi hafa mikil áhrif hvað varðar umferðarhraða, hávaða við Gljúfrastein og nærliggjandi íbúa. Ætti ekki að hafa neinn aukakostnað í för með sér en myndi klárlega bæta lífsskilyrði og einnig að hafa áhrif á umferðarhávaða neðar í dalnum.
- Nettengingin, samkvæmt upplýsingum frá Mílu þá getur bærinn fengið styrk vegna setningu ljósleiðara. Leiðslur eru að mestu leyti til staðar svo dalurinn er að miklu leyti tilbúinn til uppsetningar. Senda þarf þessar upplýsingar inn til bæjarins. hverfin
- Erum búin að heyra í Helenu Kristinsdóttir en hún er tengiliður í Hin íbúasamtökin í Mosfellsbæ, Hún ætlaði að hitta okkur í kvöld en komst ekki. Hún er búin að senda inn beiðni á öryggismyndavélar í hverfin með þáttöku Bæjarins og er dalurinn þar á meðal. Stjórnir íbúasamtaka í Mosfellsbæ eru með fésbokarsíðu og erum við búin að tengjast inn á hana. Þurfum að kynna hugmyndir vegamálanefndar um nýjan Þingvallaveg inn í stjórnir og fá stuðning þeirra. Hagur allra bæjarbúa.
- Senda inn grein í Mosfellin þar sem kemur fram td, hver er stefna flokka í vegamálum hér í bæ. Dóri fer í ritaraskykkjuna.
Fundi slitið kl 21:35