Stjórnarfundur - 6. fundur
Mosfellsdalur 4. Desember 2018 kl: 20:00
Mættir: Beggi, Jóhanna, Jói, Rakel, Signý og Dóri.
Dagskrá:
Dalalæðan:
• Duna og Dóri sjá um ritstjórn, Jói tekur að sér auglýsingar.
• Muna Einar Scheving verður 50 ára 2019.
Styrkur:
Óskað hefur verið eftir að Víghóll standi að kostnaði við Jólasveininn á Jólaballi sem kvenfélagið heldur fyrir börn dalbúa, sem haldið verður í Reykjadal 29. desember og er það samþykkt líkt og sl. 2 ár. Hó hó hó.
Félagsgjöld:
Félagsgjöld verða send út í heimabanka í janúar og verður sama upphæð og síðustu ár eða 3000. Kr.
Samgöngumál:
Ítrekað hefur verið reynt að hafa samband við Samgönguráðherra vegna vegamála og nýs Þingvallavegar án árangurs. Gagnrýnum að hvorki sé minnst á það né hringtorg inní nýrri samgönguáætlun. Við fögnum hins vegar kaflanum um hagkvæmar samgöngur en þar segir m.a:
Meginmarkmiðið með hagkvæmum samgöngum er staðið verði að framkvæmdum, viðhaldi og þjónustu með skilvirkum hætti og fjármunir nýttir með eins hagkvæmum hætti og unnt er. Helstu áherslur til að ná þessu markmiði eru:
• Fjölbreyttar leiðir skoðaðar til fjármögnunar stórra framkvæmda, m.a. í samstarfi við einkaaðila og með innheimtu veggjalda
Beggi og Dóri í samvinnu við vegamálanefndina okkar skoða hvernig best sé að haga málum.
Nettenging og ljósleiðaramál:
Niðurstöður mælinga á netsambandi liggja nú fyrir og munum við senda á Mosfellsbæ og Mílu þær niðurstöður. Einnig viljum við fá upplýsingar um kostnað á uppsetningu ljósleiðara.
Hverfisvernd:
Fyrispurn okkar um Hverfisvernd var tekin fyrir á bæjarráðsfundi og vísað í umhverfisvernd Mosfellsbæjar . Ekki er enn komin niðurstaða þaðan.
Eftirfarandi erindi var sent 28. ágúst 2018
Berist Bæjarráði Mosfellsbæjar Skipulagsfulltrúi Ólafur Melsteð Bæjarstjóri Haraldur Sverrisson
Erindi frá Íbúasamtökum í Mosfellsdal (Víghóll)
Okkur hefur borist erindi þar sem fram kemur að með samþykktu Aðalskipulagi hafi verið laumað inn eignarnámi í formi Hverfisverndar. Þar kemur fram að eigendur lóða við ár í dalnum hafi verið sviftir umráðarétti yfir stórum hluta eignarlóða sinna. Hverfisvernd er aukin úr 5m í 50m til að hægt sé að ganga meðfram ánni, og eigandi lóðar fær ekki einu sinni kynningu á þessu eignarnámi til að geta varið sig, hvað þá að greiddar séu bætur. Samkvæmt Hverfisvernd er eignarland orðið að almenningi og engar bætur greiddar. Þetta er grófur þjófnaður í nafni umhverfiverndar. Við sjáum ekki neinn lagabókstaf sem heimilar Mosfellsbæ að framkvæma þetta. Vinsamlega færið til fyrra horfs til að forðast málaferli. Vinsamlega takið fyrir á fundi bæjarráðs eins fljótt og auðið er.
Fyrir hönd Vighóls Guðbergur Guðbergsson
Fundi slitið kl:21:45