Stjórnarfundur - 1. fundur nýrrar stjórnar
Mosfellsdalur, mars 2018
Mættir eru : Signý, Halldór (Dóri í Melkoti) Jóhannes (Jói), Jóhanna, Guðbergur (Beggi) og Rakel.
• Á síðasta aðalfundi var ákveðið að senda póst til allra Dalbúa, þar sem einnig mun koma fram beiðni til íbúa að mæla nethraða og leiðbeiningar um hvernig það skal gert. Jói sendir bréfið í fjölpósti til dalbúa.
• Beggi og Jói halda áfram að vinna með netsambandið og ljósleiðaramál. Jói er í sambandi við Mílu og er að vinna í að fá skýr svör.
• Styrkumsókn til að greiða reikning Verkís hefur verið gerð og verður send inn til Mosfellsbæjar 20. Mars.
• Hverfasamtök í Mosfellsbæ eru að fara í sameiginlegt verkefni tengt því að setja upp öryggismyndavélar um bæinn, bærinn hefur áhuga á að taka þátt í því. Víghóll styður það verkefni og þurfum að senda inn að við tökum þátt. Helena Kristinsdóttir er tengiliður við hverfasamtökin/Öryggismyndavélarmál, Jói og Rakel hafa samband við hana.
• Styrkur til Reykjadals er 100.000- kr og mun Jóhanna millifæra upphæðina til þeirra.
• Heimasíða, rætt var á aðalfundi 2017 að setja upp heimasíðu fyrir Víghól. Það verður farið í það verkefni og er Signý búin að bjóða fram eiginmann sinn, Garðar til verksins. Hann er tilbúinn í það verkefni og verða Signý og Rakel í heimasíðuteymi. Maðurinn gekk hratt til verks og var búinn að sækja lénið mosfellsdalur. is áður en klukkan sló miðnætti. Til hamingju Dalbúar!!! Léninu fylgir svo nýtt netfang fyrir Víghól sem er vigholl@mosfelsdalur.is. Kærar þakkir Garðar.
• Líklegt er að einhverja fundi þurfi að sækja til Mosfellsbæjar, t.a.m. v/skipulagsmála.
• Vegamálanefnd Mosfellsdals, Duna, Finnu og Júlí eru búin að óska eftir fundi með samgönguráðherra og hafa boðað bæjarstjóra, Harald, á þann fund. Eru enn að bíða eftir dagsetningu.
• Í samvinnu við vegamálanefnd Mosfellsdals þurfum við að athuga með að fá hverfasamtökin til liðs við okkur, vegamálin eru jú auðvitað hagsmunamál allra bæjarbúa. Dóri fer í að undirbúa jarðveginn fyrir hvernig best er að haga málum. Það eru jú kosningar á næsta leyti.
• Hver tekur að sér að fylgjast með vefpósti, Guðbergur og Jóhannes ætla að halda áfram að vera umsjónarmenn netfangsins.
• Hæfilegt þykir að funda 9 x yfir árið og er komið gróflega metið aðgerðarplan fyrir árið.
1. Janúar* undirbúningur fyrir aðalfund, ársskýrsla
2. Febrúar* aðalfundur
3. Mars* markmiðasetning, stefnumótun og hlutverkaskipan fyrir komandi ár
4. Apríl* heimasíðan, fjárstyrkur í Reykjadal, kynna hugmyndir um vegamál, þingvallaveg.
5. Mai* staðan tekin, grillað saman?
6. September*
7. Október* fara yfir það sem gert hefur verið og hvað vantar.
8. November* Reikningar fyrir félagsgjöldum
9. Desember* Dalalæðan, koma þarf fram ef lagabreytingar og þá hvaða…. auglýsingar?
Fundi slitið