Íbúafundur v/Ljósleiðara
Mosfellsdalur, 03. september 2020
Mættir f.h Víghóls: Rakel, Guðbergur, Ólafía, Guðný, Ólafur og Guðmundur Hreinsson.
Fundur er boðaður vegna ljósleiðaratengingu sem er í framkvæmd í Dalnum. Fólk er ósátt við það að þurfa að greiða fyrir ljósleiðaratengingu þegar þéttbýli í Mosfellsbæ þarf það ekki. Víghóll átti fund með Mosfellsbæ, Eflu og Mílu deginum áður til að fá upplýsingar um framkvæmdina og fleira. Fundarmönnum var boðið að sitja þennan íbúafund en fyrirvarinn þótti of stuttur, skiljanlega. Mosfellsbær og Míla fengu spurningar frá Víghól og eru búin að svara þeim, spurningar og svör voru birt á FB síðunni „Íbúar í Mosfellsdal“.
Farið var yfir það sem á þeim fundi kom fram auk þess sem íbúar ræddu stöðuna og næstu skref. Einnig var fjölmargt annað sem lá á íbúum m.a. erum við dreifbýli eða þéttbýli, af hverju erum við alltaf látin mæta afgang ofl.
Skilyrði þess að staðfang geti fengið styrk til ljósleiðartengingu sé að ekki sé til staðar eða ekki hægt að tengjast ljósneti. Þeir sem eru styrkhæfir greiða 124 þúsund krónur, þeir sem eru ekki styrkhæfir greiða 372 þúsund krónur.
Míla má ákveða og velja önnur staðföng, sem eru ekki styrkhæfir skv. fyrrgreindum skilyrðum, til að tengjast ljósleiðara fyrir 124 þúsund krónur. Míla valdi 12 staðföng til viðbótar og voru þau valin því þau bera minnsta kostnað fyrir Mílu. Efla var fengin af Mosfellsbæ til þess að finna þau 23 staðföng sem eru styrkhæf eftir að sótt var um styrk í Fjarskiptasjóð vegna „Ísland ljóstengt“. Efla fann þessi staðföng með því að fara inn á heimasíðu Mílu og að kanna/áætla hverjir geta tengst ljósnet og hverjir ekki.
Túlkun Mosfellsbæjar á samningi við Fjarskiptasjóð eru að þau staðföng sem hafa ljósnet eða möguleika á tenginu á ljósnet mun ekki fá styrk. Ekki er hægt að finna hugtakið ljósnet í þessum samningi. Á fundi við lögmann Mosfellsbæjar talar lögmaður alltaf um ljósnet en það hugtak eða skilgreining er ekki til í samningnum eða í lögum. Í þessum lögum er eingöngu fjallað um styrki til tenginga í dreifbýli sem skal vera allt að 100 mb á sek. Þetta er útgangspunkturinn hjá Ríkinu að þau dreifbýli sem eru styrktarhæf úr sjóðnum skulu vera með þessa tengingu. Eftir smá skoðun með mælingu á nethraða ljósnets í Dalnum sést að það er enginn sem nær skilgreiningu Mílu um hvað ljósnet sé.
Skilgreining Mílu á ljósneti er 50 – 100 mb á sek. Það er enginn í Dalnum að ná 50 mb á sek. Við hljótum þá öll að vera styrktarhæf miðað við skilgreiningarnar, lögin og samninginn eins og hann er. Mæling á heimili eins íbúa hefur t.d. aldrei farið yfir 40 mb á sek, meðaltalið er 35 mb á sek. Því eru þeir sem eru að kaupa ljósnet frá Mílu að kaupa 1 kg af smjöri en fá bara 250 gr. Þetta er stórfellt brot á neytendalögum. Inn á heimasíðu Mílu er sagt að lengsti kopar frá staðfangi að ljósleiðara í svokölluðu ljósneti mega eingöngu að vera 400 m. Það er alveg ljóst að allir eru með miklu lengri kopartengingu heldur en 400 m, þetta er því kolfallið hjá bænum því það er enginn með ljósnet. Þetta er helsta niðurstaða eftir að hafa skoðað lögin og kafað í önnur gögn. Við erum öll styrktarhæf burtséð síðan frá hvað er sanngjarnt við að borga 124 þúsund krónur miðað við aðra í Mosfellsbæ.
Bærinn bendir á lög og skilgreiningar frá Fjarskiptasjóði en að okkar mati er ekki verið að fara eftir því. Það eru miklu fleiri staðföng sem eiga rétt á þessum styrk skv lögunum og skilgreiningunni. Ljósnetið er heldur ekki að virka eins og það á að virka.
Mosfellsbær er ekki að greiða Mílu neitt fyrir að leggja ljósleiðara niðrí Mosfellsbæ, þeir eru að gera það á sinn kostnað. Míla hlýtur að þurfa að fá leyfi frá Mosfellsbæ til mega gera það. Míla fær framkvæmdarleyfi frá bænum til að leggja í götur í Mosó en Mosó greiðir ekkert fyrir það að Míla leggur línu.
En gabbaði Míla bæinn og er að selja okkur vöru sem er gölluð ?
Er ekki bara málið að segja upp samning við Mílu og gera samning við Nova og nota styrkinn sem Mosfellsbær fær til Nova en ekki Mílu. Nova á mastrið við kirkjuna. Það er hagstætt fyrir Nova að uppfæra möstur í Dalnum því það eru möstur nú þegar til staðar sem þeir eiga. 4,5G router frá Nova (3750 kr á mánuði fyrir ótakmarkað net) og að hans hraði sé 45 mb á sek., og 5G (sem er lágmark 200 – 500 mb) er á næsta leiti.
Hvers vegna er Mosfellsdalur ekki með þegar Mosfellsbær gerir samninga við einhver einkafyrirtæki. Það er eins og einstaka götum væru sleppt inn í Mosfellsbæ. Er eitthvað til fyrirstöðu lagalega eða samkeppnislega að þegar Mosfellsbær gerir samning um ljósleiðara í sveitarfélagið, má sveitarfélagið þá ekki biðja um að lagt sé í hvert einasta hús. Við erum með einkafyrirtæki sem er að vinna verkið en það eru til dæmi um það að sveitarfélög fá styrki og hafa bætt við kostnað til að það verði jafnræði í sveitarfélaginu. Hvort sem það er að allir borga það sama eða jafnvel ekki neitt. það séu líka til dæmi þar sem sveitarfélög borga ekki neitt. Þar sem við erum skilgreind dreifbýli að þá tölum við bara um okkur sem dreifbýli.
Skv 4.gr í samningi Fjarskiptasjóðs og Mosfellsbæjar er fjallað um að fullt samráð á að vera haft við íbúa áður en verk hefst. Það var ekki gert og var lögmanni Mosfellsbæjar bent á það sem vill meina að það hafi farið fram kynning. Efla og bærinn var með smá kynningu um hvernig útboði yrði háttað á síðasta aðalfundi Víghóls. Engar kynningar hafa verið eftir það og svo sannarlega ansi margt búið að breytast síðan þá. Íbúar eru ósáttir og segja ekki nóg að koma á aðalfund Víghóls með kynningu á útboð og sleppa svo kynningu áður en verkið hefst. Íbúar þurfa að fá tíma til að skoða mál og bera fram athugasemdir. Það þýði ekki að koma með kynningu á útboði þegar það stendur í samningi að það eigi að kynna verkið áður en hafist er handa.
Íbúi bendir á að hann sé með ljósnet en hafi samt fengið tilboð um að borga 124 þúsund krónur. Míla býður henni þetta verð því þeir telja það markaðslega hagkvæmt að tengja hana því hún er svo stutt frá „kassanum“. Í mörgum tilfellum kostar það engar 372 þús krónur að tengja aðila, því það er rör frá heimili í „kassa“ til staðar sem er skv. tæknimönnum sirka 30 mínútna vinna. Viðkomandi er samt rukkaður um það því Míla notar jöfnunargjald þannig að aðrir eru í raun að borga niður fyrir hina. Þegar að við erum t.d. að tala um almannafé og styrki að þá gengur þetta dæmi ekki upp og þarf að skoða það út frá stjórnsýslulögum og almennum jafnræðisreglum. Það eiga allir að sitja við sama borð þó það væri nú ekki nema bara hérna í Dalnum. Íbúi óskaði eftir upplýsingum frá Eflu hvað það væru mörg heimili sem borguðu um 100 þúsund og hversu mörg um 300 þúsund. Ekki kom sundurliðun en það eru líklegast um 40 til 50 milljónir.
Af hverju er önnur regla um ljósleiðara en t.d. með símalínur, þar greiðum við öll sama inntaksgjald. Hvers vegna gildir ekki það sama um ljósleiðara þegar önnur samskipti eru með flatt gjald. Að vera ljósleiðaratengdur á að vera jafn sjálfsagt og vera rafmagnstengdur.
Þar sem Míla er einkafyrirtæki er ekki hagkvæmt að tengja okkur í Dalnum miðað við niðrí Mosfellsbæ. Í dag á þetta að vera grundvallarþjónusta en það er ekki skilgreint þannig. Þar sem einkafyrirtæki vilja ekki tengja hverja sem er út af markaðslegum forsendum er Ísland ljóstengt og styrkir í gegnum sveitarfélagin sett af stað af Póst- og fjarskiptastofnun. Húsaþyrping í Mosfellsdal getur ekki farið sjálf að sækja um styrkinn heldur þarf það að gerast í gegnum sveitarfélag. Mosfellsbær fær svo Eflu til að búa til einhvern lista sem okkur finnst ekki standast skoðun, en ábyrgðin er alltaf Mosfellsbæjar því þetta fer alltaf í gegnum þá.
Í 2gr. í samning Fjarskiptasjóðs og Mosfellsbæjar er það bærinn sem ber ábyrgð á allri framkvæmd en ekki Míla. Þeir ráða einkafyrirtæki í verkið og eiga að hafa eftirlit með því og láta þá standa við það sem stendur í samningnum.
Íbúi í dalnum sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar, fær orðið og talar um að í jafnræðisreglu þarf að vera að bera saman sömu hlutina. Míla er einkafyrirtæki og er á samkeppnismarkaði eins og önnur fyrirtæki, það breytir mjög miklu því það er ekki þeim í hag að fara í þessa framkvæmd. Míla er eina fyrirtækið sem bauð í þetta verk, ekkert annað hægt en að taka tilboðinu. Mosfellsbær fær Eflu til að vinna verkið og þetta eru tillögur frá Eflu hverjir fái teninguna, hverjir séu styrkhæfir. Það voru miklar pælingar um þetta hjá Eflu og þetta var kynnt á aðalfundi Víghóls í vetur. Svo fara framkvæmdirnar af stað. Það verði að koma fram að mælingar séu ekki að ná lágmarki, Hann telur að það þurfi að halda fund með íbúum, Mosfellsbæ, Mílu og Eflu. Íbúar Dalsins geta verið mjög sammála um að þetta sé ekki sanngjarnt og þess háttar en við verðum að fá fólkið sem ræður för til að ræða málin á málefnalegum nótum. Mosfellsbær er með skipulagsvaldið og útdeilir styrkjunum það er alveg ljóst frá Fjarskiptasjóði að það fær enginn styrk sem áður hefur fengið ljósnetstenginguna, það eru skýrar reglur frá þeim.
Þurfa allir að borga 300.000 þó það þurfi nánast bara að stinga í samband? Í einu tilfelli er rörið alveg útí skáp þar sem þeir ætla að koma með ljósleiðara til að tengja annan sem er styrktarhæfur en hinn þarf samt að borga fullt gjald. Skv samningi þarf að greiða til baka ef það eru einhverjir af staðföngunum sem taka ekki þátt í að láta tengja sig, þau eru 21 þannig að ef helmingur er með þarf að borga helming af styrki tilbaka. Einn íbúi fékk símtal frá Mílu í dag þar sem hann hafi fengið eins dags frest til að greiða lægra verðið eftir það myndi verðið hækka. Það hús var eitt af staðföngunum sem Míla valdi. Míla er að þrýsta á fólk núna sem er óeðlilegt.
Fólk í salnum er ekki sammála um að við séum skilgreind sem dreifbýli. Víghóll er með póst frá Mosfellsbæ um það að við séum skilgreind sem dreifbýli, lögmaður Mosfellsbæjar hafi einnig sagt það skýrt á fundinum að skv. aðalskipulagi sé Dalurinn dreifbýli. Skv. núverandi aðalskipulagi er hluti af Dalnum skilgreindur sem þéttbýli. Blönduð byggð í Dalnum er ekki lengur til, hún á að hverfa og það er verkefni bæjaryfirvalda að skilgreina hvað sé þéttbýli í Dalnum og hvað sé landbúnaðarsvæði. Það sé verið að endurskipuleggja aðalskipulagið.
Við getum ekki fengið styrk til að gera göngustíga því við erum skilgreind sem dreifbýli, ekki innan stórhöfuðborgarsvæðisins og að við tilheyrum Árborg/Selfossi og að lögregluumdæmið sé líka þar. Þegar kemur að því að laga malbikunarholur í dalnum þá þarf að fara í gegnum Árborg.
Mosfellsbær vilji stundum skilgreina okkur sem þéttbýli og þá erum við ekki styrkhæf. Þá fáum við ekki heldur það sama og aðrir íbúar í Mosfellsbæ því Míla er einkafyrirtæki og það er ekki hagkvæmt fyrir þá að tengja Dalinn.
Við þyrftum að fá lögfræðiálit á túlkun samningsins gagnvart styrknum, er verið að fara eftir jafnræðisreglu og stjórnsýslulögum. Við þurfum að athuga lagalega stöðu okkar og að athuga hvort það séu aðrir kostir í boði.
Skv. lögmanni bæjarins hefur Mosfellsbær haldið sig við samninginn. Íbúi veltir því upp hvort við eigum að leita til lögmanns Neytendasamtakana og spyrja hann um túlkunina í samningnum. En neytendasamtökin taki bara á því hvort við séum að fá t.d. 250 gr fyrir borgað 1 kg. Þeir myndu ekki taka samninginn sem skilgreininguna með 100 mb eða ekki, hvort við skilgreinumst styrktarhæf eða ekki. Einn íbúi er búinn að leggja það til að Neytendasamtökin tækju hinn vinkilinn að við séum ekki að fá það sem við borgum fyrir.
Tveir íbúar vilja meina að styrkurinn hljóti að hafa verið kominn áður en staðföng voru valin og einnig að það séu til tölvupóstsamskipti þar sem Skeggjastöðum er skyndilega bætt inn í samninginn og hann þá hækkaður um tæpar 4 milljónir. Ljósleiðari ætti að vera skilgreindur sem almenningsþjónusta rétt eins og rafmagn og hiti...það er 2020! Það eru allir að færa sig meira og meira inná rafrænar lausnir og sérstaklega á tímum Covid. Skyldan að veita þessa þjónustu gagnvart hinu opinbera er alltaf sú sama hvort sem einkafyrirtæki eða almenningsfyrirtæki framkvæmi hana.
Niðurstaða fundarins :
Íbúi vill að það komi fram sem ályktun á þessum fundi að við lítum ekki á að þetta hafi verið rétt framkvæmt, við viljum tala við Mosfellsbæ en ekki verktaka út í bæ. Við séum tilbúin að leita til lögfræðings því við teljum að um samningsbrot sé að ræða.
· Fá lögfræðiálit...einróma samþykki.
· Tala við Árborg og athuga með vilja til sameiningar...einróma samþykki.
· Hafa samband við neytendasamtökin og leggja málið gegn Mílu fyrir þeim um að þau séu með svikna vöru...einróma samþykki.
Einnig er stungið upp á að skrifa formlegt bréf til bæjarráðs. Svo er spurning um að fá fund með pólitíkinni í Mosfellsbæ.
FUNDI SLITIÐ