Fundur stjórnar Víghóls, Mílu & Mosfellsbæjar.
Mosfellsdalur, 02. september 2020
Efni: Ljósleiðaramál.
Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Mættir:
Frá Víghól: Rakel Baldursdóttir, Guðmundur Hreinsson, Ólafur, Ólafía
Frá Mosfellsbæ: Þóra Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar, Tómas Gíslason Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar, Kristinn frá Eflu
Frá Mílu: Jón Ríkharður framkvæmdarstjóri Mílu, Ingimar.
Víghóll hefur boðað til íbúafundar þann 3.9.2020 að ósk íbúa vegna lagningu ljósleiðara í Mosfellsdal. Stjórnin óskaði eftir fundi með Mílu varðandi framkvæmdina til að hafa einhver svör til íbúa og átti sá fundur að vera sl. viku. Fulltrúar Mosfellsbæjar óskuðu eftir að sitja með á fundinum og var því fundinum frestað til 2.9.2020.
Víghóll setti saman spurningar og óskaði eftir að Mosfellsbær og Míla svöruðu fyrir íbúafund sem haldinn var3.9.2020. Ekki náðist að fara yfir allar spurningarnar og var því aðilum sendar spurningarnar til svara fyrir íbúafund 3.9.2020. Hér eftir er þó svar við nokkrum þessarra spurninga.
Míla býður jafnaðaverð fyrir allan fjöldann, það er ekki farið í gegnum hvern og einn og metinn kostnaður á hann. Stærsti hluti kostnaðar er sameiginleg framkvæmd þannig að það er ekki einhver íbúi að niðurgreiða fyrir annann.
Þeir sem fá 100.000 kr. greiðslu eru inn á samning við Mosfellsbæ. Aðrir eiga ekki að fá það boð heldur 300.000 kr.
- Mosfellsbær miðar við skilgreiningar frá Fjarskiptasjóði þar sem vinnureglan er skilgreint sem 100 Mb á sek. Gummi bendir á að skv. Ísland ljóstengt er verið að ræða um 100 Mb á sekúndu en Íbúar í dalnum með ljósnet ná ekki 100 Mb á sek tengingu.
- Mosfellsdalur er skilgreindur sem dreifbýli skv. aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
- Útboðið hjá Mosfellsbæ var þannig að Míla skuldbatt sig að tengja öllu styrkhæfu staðföngin og gat Míla bætt við nokkrum staðföngum til að bjóða þeim sama samning. Þeir völdu staðföng sem þeir töldu sig geta gert fyrir lítinn pening. Þessi staðföng voru 72 talsins og Míla valdi 12 af þeim. Í það heila 34 staðföng sem Míla á að tengja skv. samning.
- Míla og Gagnaveitan lögðu sameiginlega ljósleiðara inní Mosfellsbæ, það var gert á markaðslegum grundvelli. Þær forsendur eru ekki til staðar í dreifbýli og því styrkthæft af ríkinu. Í þéttbýli telja þeir sig geta fengið fjárfestinguna tilbaka en þær eru ekki til staðar í dreifbýli
- Aðkoma Mosfellsbæjar að ljósleiðaravæðingu í Dalnum snýr að verkefninu Ísland ljóstengt.
- Skilyrði Póst og fjarskiptastofu er fylgt í staðfangavali. Listinn búinn til frá þeim gögnum.
- Hægt að sækja um styrk ef staðfang uppfyllir skilyrði.
- Þeir staðir sem hafa ljósnet duttu fyrir utan þennan samning.
- Míla getur ekki gefið Víghól upp kostnað fyrir tenginguna á ljósnetinu.
- Staðföngin eru skoðuð eftir heimasíðu Mílu, ef þú hefur möguleika á ljósneti getur þú ekki lent inná listanum sem styrkthæft staðfang.
- Heimasíður Mílu og Gagnaveitunar voru notaðar til að byggja forsendur til að gera listann. Ekki hægt að fá upplýsingar frá Fjarskiptasjóð.
- Allir sem eru styrkhæfir þurfa að greiða inntaksgjald.
Skv. lögmanni Mosfellsbæjar var haldinn var kynningarfundur í febrúar þar sem farið var í framkvæmdina. Víghóll telur að það hafi verið kynning á útboði en ekki framkvæmdinni.
Víghóll þarf að skoða reglu Fjarskiptasjóðs til að sjá hvort það séu fleiri staðföng sem uppfylla skilyrðin en eru ekki á listanum.
Okkar von er að Mosfellsbær vilji vinna með okkur í þessu og finna hagkvæma lausn öllum til hagsbóta. Við viljum sjá alla möguleika upp á borði þ.a.m. kostnaðargreint.
Fundi slitið.